Freisting
Stjörnum prýtt matartímarit
Nýtt matarblað lítur dagsins ljós í nóvember undir nafninu Bístró. Ritstjórn blaðsins er að mestu skipuð gömlum starfsmönnum Gestgjafans með þær Nönnu Rögnvaldardóttur og Friðrikku Hjördísi Geirsdóttur í broddi fylkingar en með þeim verða ljósmyndarinn Gísli Egill Hrafnsson, vínsérfræðingurinn Þorri Hringsson og Sólveig Jónsdóttir, sem öll hafa unnið saman á einn eða annan hátt undanfarin ár.
Þetta er stjörnum prýtt lið,“ segir Friðrikka en þegar Fréttablaðið náði tali af þeim stöllum höfðu þær nýverið lokið við fund með starfsmönnum blaðsins og ljóst að mikil spenna og eftirvænting var í loftinu hjá þeim. Þarna fer saman alveg gríðarleg reynsla og fjölbreytileiki þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi,“ bætir Nanna við.
Bistro verður að upplagi matar- og lífsstílstímarit með aðgengilegum uppskriftum fyrir sem flesta. Við ætlum að fylgjast með því sem er í gangi kringum okkur,“ segir Friðrikka. Og tengja okkur við það besta sem gengur og gerist út í hinum stóra heimi,“ bætir Nanna við.
Hvorki Nanna né Friðrikka voru hræddar við samkeppnina sem fyrir er á markaðinum. Við erum í raun ekkert að hugsa um það,“ segir Nanna. Við erum að byggja upp nýtt og ferskt blað og ætlum ekki að horfa um öxl,“ bætir hún við og segir það hafa verið kærkomið að skipta um umhverfi enda gefist henni nú tækifæri til þróa þær nýju hugmyndir sem hún hafi í kollinum. Ég get lofað því að það verður mikil matgleði og ást í blaðinu,“ segir Nanna.
Greint frá á visir.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn1 dagur síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni1 dagur síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Uppskriftir1 dagur síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður





