Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Stjörnukokkurinn Homaro Cantu svipti sig lífi

Birting:

þann

Homaro Cantu

Homaro Cantu

Homaro Cantu starfaði í langan tíma undir stjórn af einni skærustu stjörnu Bandaríkjanna sjálfum Charlie Trotter í Chicago.

Homaro opnaði veitingastaðinn Moto árið 2004 og náði 1 Michelin stjörnu árið 2012, eldamennska hans var í takt við sambræðslu með hátækni og froðu, svipað og Heston Blumenthal hefur verið að gera.

Hann var 38 ára er hann lést og í þann mund að fara að opna brugghús og fleira, en þá kom ákæra frá fyrrverandi viðskiptafélaga hans á veitingastaðnum Moto, öðrum stað sem hét ING og kaffihúsið Berristsa og bendir til að það hafi verið einn af áhrifavöldunum að því að hann svipti sig lífi.

Í mars síðastliðinn hélt hann upp á 12 ára brúðkaupsafmæli síns og eiginkonu hans.

Meðal þekktra rétta eftir hann er Kúbönsk svínakjötssamloka framborin sem vindill.

Hér að neðan getur að líta nokkra rétti frá honum þar á meðal vindillinn fræga:

Homaro Cantu

 

Vídeó

Blessuð sé minning hans.

 

Myndir: motorestaurant.com

/Sverrir

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið