KM
Stjórnarfundur samtaka Klúbba matreiðslumeistara á norðurlöndunum
Kim Palhus ásamt Ólöfu og Dönu matreiðslunemum á Radisson Sas
Síðastliðinn föstudag 6. september var haldinn stjórnarfundur Nkf á Radisson Sas Hótel Sögu í Reykjavík. Nkf er samtök klúbba matreiðslumeistara á Norðurlöndunum, og fyrir Íslands hönd sitja í stjórn forseti Klúbbs Matreiðslumeistara Alfreð Alfreðsson, Andreas Jacobsen, Jakob H Magnússon og Ingvar Sigurðsson. Gissur Guðmundsson sat fundinn sem forseti heimssamtaka matreiðslumanna.
Fundurinn hófst klukkan 09:00 og voru ýmis mál á dagskrá. Meðal annars kom sérstakur gestur á fundinn, Bent Jörgensen frægur Danskur sjónvarpskokkur sem í dag á stóra alþóðlega ferðaskrifstofu og veitingastað í Malaga á Spáni ásamt fullkomnu sjónvarpsstúdíói þar. Varpaði hann fram hugmynd um að norrænu kokkalandsliðin kæmu í upptökur eitt af öðru og gerðir yrðu matreiðsluþættir sem selja mætti víðsvegar um Evrópu. Háleitar hugmyndir sem tekið var tekið vel í og mun Nkf fylgjast með framvindu mála en stúdíóið mun verða fullbúið næsta sumar segir Bent.
Mynd frá Nkf fundinum
Farið var yfir fjármál Nkf sem eru ekki umfangsmikil, en réttu megin við strikið og heldur Danski gjaldkerinn Uffe Nielsen mjög vel utanum þau mál. Rætt var um næsta Norræna þing samtakanna sem verður haldið hér á Íslandi í maí á næsta ári og er ljóst að hingað munu koma 150 til 200 matreiðslumenn frá öllum Norðurlöndunum. Þetta verður 70 ára afmælisþing og verður mikið í það lagt. Meðal annars verður gestum boðið heim til félaga í Klúbbi Matreiðslumeistara og einnig verður gefið út sérstakt afmælisrit. Þá verður Norræn matreiðslukeppni og keppt um titilinn matreiðslumaður Norðurlanda 2009. Ákveðið var einnig að standa vörð um framtíð Norræns eldhúss og efla notkun á norrænu hráefni.
Lítið var rætt um dómaranámskeið að þessu sinni en utan fundar voru menn sammála um að halda því áfram og það talið mjög mikilvægt fyrir Norðurlöndin.
Gissur Guðmundsson fór vel yfir gang mála hjá heimssamtökunum og voru fundarmenn ánægðir með að fá þær upplýsingar frá fyrstu hendi.
Þá kom fram mikil ánægja með Nkf verkefnið Canada/Nordic culinary exchange sem gerði góða hluti á matarhátíðinni Glad mat í Stavanger í Noregi síðastliðið sumar. Fundinum lauk kl um 17:30.
Hér er stiklað aðeins á stóru í samstarfi Norðurlandanna, en fundargestir voru mjög ánægðir með allar móttökur og aðbúnað. Sértaklega voru fundargestir ánægðir með að vera boðnir á fund Klúbbs Matreiðslumeistara sem haldinn var í Hótel og Matvælaskólanum á fimmtudagskvöldinu þar sem nemendur buðu uppá frábæran Íslenskan matseðil. Fannst þeim þar allt til mikillar fyrirmyndar.
Vil ég nota þetta tækifæri og þakka öllum sem komu að því að halda þennan vel heppnaða fund.
- Hótel og Matvælaskólinn. Kennarar og nemendur
- Stjórn Klúbbs matreiðslumeistara
- Veitingastaðurinn Ó, yfirmatreiðslumaður Eyþór Rúnarsson
- Gísli í Perlunni
- Bjarki á Geysi
- Gissur heimsforseti og frú
- Sigurvin Gunnarsson
- Guðjón Steinsson
- Lárus Loftsson
- Sverrir Halldórsson
- Helgi Einarsson
- Veitingahúsið Hornið
- Radisson Sas Hótel Saga
Fh. Klúbbs Matreiðslumeistara
Jakob H Magnússon
Myndir: Jakob Magnússon | /Sverrir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta7 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Frétt3 dagar síðan
Fallist á allar kröfur MATVÍS í dómsmáli gegn Flame
-
Markaðurinn6 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Grunnnámskeið í kokteilagerð – Langar þig að læra að búa til ljúffenga og girnilega kokteila?