Vertu memm

Keppni

Steinarr sigraði Freyðiglímuna

Birting:

þann

Freyðiglíma eða Latte Art Throwdown - Kaffibarþjónafélagið

Verðlaunahafar
F.v. Anna Bergljót Böðvarsdóttir, Steinarr Ólafsson og Daníel Ómar Guðmundsson

Kaffibarþjónafélagið hélt Latte Art Throwdown, eða Freyðiglímu á Kaffislipp síðastliðinn miðvikudag, 4. maí s.l. með stuðningi frá Kaffitári og Kaffislipp.

Keppendurnir voru 30 talsins og stóð Steinarr Ólafsson, kaffibarþjónn hjá Reykjavik Roasters, uppi sem siguvegari. Anna Bergljót Böðvarsdóttir frá Te og Kaffi var í öðru sæti og Daníel Ómar Guðmundsson frá Kaffibrennslunni í því þriðja.

Mjólkurlist - Heiðdís Buzgo

Mjólkurlistin hennar Heiðdísar sem vann Instagram keppnina

Einnig var haldin Instagram leikur þar sem fólk gat sent inn myndir af mjólkurlistinni sinni og var það Heiðdís Buzgo frá Te og kaffi, sem vann þá keppni.

Kaffibarþjónafélagið var endurlífgað stuttu eftir Kaffihátíðina 2016 með það að leiðarljósi að upphefja kaffibarþjónamenninguna á Íslandi.  Megin starfsemi félagsins mun vera að halda viðburði á borð við keppnir, smakkanir, fræðslur og annað slíkt og er markmiðið að halda viðburði mánaðarlega. Þessir viðburðir eru gerðir með kaffibarþjóna í huga en eru opnir öllum þeim sem hafa áhuga á því að auka þekkingu sína á kaffi.

 

Mynd: Facebook / Kaffibarþjónafélagið

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið