Keppni
Steinarr sigraði Freyðiglímuna
Kaffibarþjónafélagið hélt Latte Art Throwdown, eða Freyðiglímu á Kaffislipp síðastliðinn miðvikudag, 4. maí s.l. með stuðningi frá Kaffitári og Kaffislipp.
Keppendurnir voru 30 talsins og stóð Steinarr Ólafsson, kaffibarþjónn hjá Reykjavik Roasters, uppi sem siguvegari. Anna Bergljót Böðvarsdóttir frá Te og Kaffi var í öðru sæti og Daníel Ómar Guðmundsson frá Kaffibrennslunni í því þriðja.
Einnig var haldin Instagram leikur þar sem fólk gat sent inn myndir af mjólkurlistinni sinni og var það Heiðdís Buzgo frá Te og kaffi, sem vann þá keppni.
Kaffibarþjónafélagið var endurlífgað stuttu eftir Kaffihátíðina 2016 með það að leiðarljósi að upphefja kaffibarþjónamenninguna á Íslandi. Megin starfsemi félagsins mun vera að halda viðburði á borð við keppnir, smakkanir, fræðslur og annað slíkt og er markmiðið að halda viðburði mánaðarlega. Þessir viðburðir eru gerðir með kaffibarþjóna í huga en eru opnir öllum þeim sem hafa áhuga á því að auka þekkingu sína á kaffi.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu







