Keppni
Steinarr sigraði Freyðiglímuna
Kaffibarþjónafélagið hélt Latte Art Throwdown, eða Freyðiglímu á Kaffislipp síðastliðinn miðvikudag, 4. maí s.l. með stuðningi frá Kaffitári og Kaffislipp.
Keppendurnir voru 30 talsins og stóð Steinarr Ólafsson, kaffibarþjónn hjá Reykjavik Roasters, uppi sem siguvegari. Anna Bergljót Böðvarsdóttir frá Te og Kaffi var í öðru sæti og Daníel Ómar Guðmundsson frá Kaffibrennslunni í því þriðja.
Einnig var haldin Instagram leikur þar sem fólk gat sent inn myndir af mjólkurlistinni sinni og var það Heiðdís Buzgo frá Te og kaffi, sem vann þá keppni.
Kaffibarþjónafélagið var endurlífgað stuttu eftir Kaffihátíðina 2016 með það að leiðarljósi að upphefja kaffibarþjónamenninguna á Íslandi. Megin starfsemi félagsins mun vera að halda viðburði á borð við keppnir, smakkanir, fræðslur og annað slíkt og er markmiðið að halda viðburði mánaðarlega. Þessir viðburðir eru gerðir með kaffibarþjóna í huga en eru opnir öllum þeim sem hafa áhuga á því að auka þekkingu sína á kaffi.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun6 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt2 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun13 klukkustundir síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla