Keppni
Steinarr sigraði Freyðiglímuna
Kaffibarþjónafélagið hélt Latte Art Throwdown, eða Freyðiglímu á Kaffislipp síðastliðinn miðvikudag, 4. maí s.l. með stuðningi frá Kaffitári og Kaffislipp.
Keppendurnir voru 30 talsins og stóð Steinarr Ólafsson, kaffibarþjónn hjá Reykjavik Roasters, uppi sem siguvegari. Anna Bergljót Böðvarsdóttir frá Te og Kaffi var í öðru sæti og Daníel Ómar Guðmundsson frá Kaffibrennslunni í því þriðja.
Einnig var haldin Instagram leikur þar sem fólk gat sent inn myndir af mjólkurlistinni sinni og var það Heiðdís Buzgo frá Te og kaffi, sem vann þá keppni.
Kaffibarþjónafélagið var endurlífgað stuttu eftir Kaffihátíðina 2016 með það að leiðarljósi að upphefja kaffibarþjónamenninguna á Íslandi. Megin starfsemi félagsins mun vera að halda viðburði á borð við keppnir, smakkanir, fræðslur og annað slíkt og er markmiðið að halda viðburði mánaðarlega. Þessir viðburðir eru gerðir með kaffibarþjóna í huga en eru opnir öllum þeim sem hafa áhuga á því að auka þekkingu sína á kaffi.
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti