Uppskriftir
Steiktar rjúpur – Eldaðar á gamla mátann
2000 gr. rjúpur
250 gr. rjómi
75 gr smjör
50 gr hveiti
2 tsk salt
Rjúpurnar hamflettar. Síðan tekið innan úr og þær vel þvegnar. Þær eru látnar liggja í mjólk yfir eina nótt. Síðan eru þær skolaðar og þurrkaðar að innan og utan, með þurrum klút, salti er núið í þær.
Fóhornið er hreinsað og látið innan í þær og spotta bundið utanum, svo að lærin falli að.
Rjúpurnar eru steiktar í smjöri þar til þær eru orðnar móbrúnar. Þá er heitu vatni hellt á þær, svo að það nái upp á þær miðjar. Þegar búið er að sjóða rjúpurnar í 20 mínútur er rjómanum smá hellt í pottinn.
Síðan er þær soðnar í 1 klst.
Þá eru þær teknar upp, spottinn leystur utan af og þær skornar í sundur.
Hveitið er hrært í dálitlu af köldu vatni og hellt í sósuna. Í hana er bætt salti og sósulit eftir vild. Rjúpur eru borðaðar með soðnum eða brúnuðum kartöflum og aldinum eða brúnuðu rauðkáli.
Uppskrift – Sólveig Jónasdóttir frá Húsavík. Sólveig lærði í Húsmæðraskólanum á Laugum frá 1944 til 1945.
Birt með leyfi: Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu