Uppskriftir
Steiktar rjúpur – Eldaðar á gamla mátann
2000 gr. rjúpur
250 gr. rjómi
75 gr smjör
50 gr hveiti
2 tsk salt
Rjúpurnar hamflettar. Síðan tekið innan úr og þær vel þvegnar. Þær eru látnar liggja í mjólk yfir eina nótt. Síðan eru þær skolaðar og þurrkaðar að innan og utan, með þurrum klút, salti er núið í þær.
Fóhornið er hreinsað og látið innan í þær og spotta bundið utanum, svo að lærin falli að.
Rjúpurnar eru steiktar í smjöri þar til þær eru orðnar móbrúnar. Þá er heitu vatni hellt á þær, svo að það nái upp á þær miðjar. Þegar búið er að sjóða rjúpurnar í 20 mínútur er rjómanum smá hellt í pottinn.
Síðan er þær soðnar í 1 klst.
Þá eru þær teknar upp, spottinn leystur utan af og þær skornar í sundur.
Hveitið er hrært í dálitlu af köldu vatni og hellt í sósuna. Í hana er bætt salti og sósulit eftir vild. Rjúpur eru borðaðar með soðnum eða brúnuðum kartöflum og aldinum eða brúnuðu rauðkáli.
Uppskrift – Sólveig Jónasdóttir frá Húsavík. Sólveig lærði í Húsmæðraskólanum á Laugum frá 1944 til 1945.
Birt með leyfi: Helgi Fannar Valgeirsson, matreiðslumaður.
-
Bocuse d´Or6 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt3 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn1 dagur síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir12 klukkustundir síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu






