Freisting
Stefán Guðjónsson vínþjónn stendur við það sem hann segir
Stefán Guðjónsson vínþjónn og eigandi Smakkarinn.is hefur sett inn á vef sinn svar við skrifum hans Hjartar Howser, sem er eftirfarandi:
Svar til þeirra sem eru ekki sammála skrifum mínum.
Það virðist vera að einn veitingahúsagangrýnandi hafi tekið mjög nærri sér það sem ég skrifaði í greininni um þjónustu. Ég stend við það sem ég segi. Vitað er um veitingahúsagangrýnendur sem hafa skrifað um veitingahús eftir eina heimsókn.
Menn mega ekki gleyma því að bak við hvert veitingahús er fólk sem á sitt lifibrauð af rekstrinum. Er rangt að biðja um að það sé skrifað fagmanalega? Þegar skrifaður er dómur um plötur, bíómyndir, bækur eða leikrit eru öll helstu blöðin hörð á því að menn sem skrifa greinarnar séu fagmenn í sínu fagi og helst með margra ára reynslu.
Það er ætlast til þess að hann/hún geti útskýrt hvað er gott, hvað er vont og af hverju. Hann/hún verður að hafa allt á hreinu vegna þess að það gæti jafnvel haft áhrif á söluna. Er rangt að ætlast til þess að fá sömu fagmennsku þegar skrifað er um veitingahús? Er rangt að biðja um fagmannaleg skrif og fá útskýringu á hvað er gott/vont, af hverju það er gott/vont, hvort vínið var við hæfi og hvaða vín var með hvaða rétt, ekki bara hvítvínið var gott, sama má spyrja um kaffið, fordrykki og fleira.
Ef þjónustan var allt í lagi þá hvað er átt við með allt í lagi, hvað var illa gert, hvað var vel gert? Ég spyr af hverju má ég ekki biðja um að fá fagfólk til að skrifa veitingahúsagangrýni eins og aðra gangrýni?
Svo má spyrja, eiga ekki menn sem gagnrýna aðra fyrir vinnubrögð sín að vera tilbúnir að taka gagnrýni sjálfir?
Meira hef ég ekki að segja um þetta mál.
Stefán Guðjónsson
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi