Freisting
Stefán Guðjónsson vínþjónn stendur við það sem hann segir
Stefán Guðjónsson vínþjónn og eigandi Smakkarinn.is hefur sett inn á vef sinn svar við skrifum hans Hjartar Howser, sem er eftirfarandi:
Svar til þeirra sem eru ekki sammála skrifum mínum.
Það virðist vera að einn veitingahúsagangrýnandi hafi tekið mjög nærri sér það sem ég skrifaði í greininni um þjónustu. Ég stend við það sem ég segi. Vitað er um veitingahúsagangrýnendur sem hafa skrifað um veitingahús eftir eina heimsókn.
Menn mega ekki gleyma því að bak við hvert veitingahús er fólk sem á sitt lifibrauð af rekstrinum. Er rangt að biðja um að það sé skrifað fagmanalega? Þegar skrifaður er dómur um plötur, bíómyndir, bækur eða leikrit eru öll helstu blöðin hörð á því að menn sem skrifa greinarnar séu fagmenn í sínu fagi og helst með margra ára reynslu.
Það er ætlast til þess að hann/hún geti útskýrt hvað er gott, hvað er vont og af hverju. Hann/hún verður að hafa allt á hreinu vegna þess að það gæti jafnvel haft áhrif á söluna. Er rangt að ætlast til þess að fá sömu fagmennsku þegar skrifað er um veitingahús? Er rangt að biðja um fagmannaleg skrif og fá útskýringu á hvað er gott/vont, af hverju það er gott/vont, hvort vínið var við hæfi og hvaða vín var með hvaða rétt, ekki bara hvítvínið var gott, sama má spyrja um kaffið, fordrykki og fleira.
Ef þjónustan var allt í lagi þá hvað er átt við með allt í lagi, hvað var illa gert, hvað var vel gert? Ég spyr af hverju má ég ekki biðja um að fá fagfólk til að skrifa veitingahúsagangrýni eins og aðra gangrýni?
Svo má spyrja, eiga ekki menn sem gagnrýna aðra fyrir vinnubrögð sín að vera tilbúnir að taka gagnrýni sjálfir?
Meira hef ég ekki að segja um þetta mál.
Stefán Guðjónsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni18 klukkustundir síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt2 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati