Frétt
Starfsmenn Kjötsmiðjunnar sigruðu fótboltamót Íslenskra kjötiðnaðarmanna

Starfsmenn Kjötsmiðjunnar sigruðu fótboltamót Íslenskra kjötiðnaðarmanna.
F.v. efri röð: Úlfar Steinn Hauksson starfsmaður á hamborgaravél, Björn Metúsalem Aðalsteinsson söludeild, Sigurður Róbert Gunnarsson sumarstarfsmaður, Arnar Ingi Gunnarsson kjötiðnaðarnemi.
F.v. neðri röð: Magnús Guðlaugur Magnússon og Róbert Steinar Aðalsteinsson starfsmenn á hamborgaravél, Jón Örn Gunnarsson bílstjóri, Jón Gísli Jónsson kjötiðnaðarmaður.
Vel heppnað fótboltamót var haldið nú um helgina í íþróttahúsi Víkings að Traðarlandi 1 í Reykjavík þar sem Íslenskir kjötiðnaðarmenn kepptu.
Er þetta annað árið í röð sem að keppnin er haldin, en í fyrra kepptu sex lið en þau voru kjötsmiðjan, Ali, Kjötbúðin, Stjörnugrís, Esja og kjöthöllin og sigruðu starfsmenn Kjötbúðarinnar eftir jafnan og spennandi úrslitaleik við Kjöthöllina.
Eftir vel heppnað mót í fyrra var ákveðið að kaupa farandbikar sem er merktur sigurverara ár hvert og eignarbikar sem fyrirtækið heldur. Átta lið tóku þátt í ár en það voru Kjötsmiðjan, Kjöthúsið, Kjötbúðin, Ali, Sláturfélag Suðurlands, Norðlenska, Stjörnugrís og Esja. Hver leikur var 10 mínútur og öll lið kepptu hvort við annað.
Úrslit urðu þessi:
1. sæti – Kjötsmiðjan
2. sæti – Kjötbúðin
3. sæti – Sláturfélag Suðurlands
„Stefnt er á að hafa mótið enn stærra á næsta ári þar sem sameiginleg grillveisla verður haldin eftir mótið og þá geta kjötiðnaðarmenn rætt um það sem fram fór á mótinu með bjór í hönd.“
, sagði Jón Gísli Jónsson kjötiðnaðarmaður einn af skipuleggjendum mótsins í samtali við veitingageirinn.is.
Myndir: Jón Gísli Jónsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.