Frétt
Starfsmenn Kjötsmiðjunnar sigruðu fótboltamót Íslenskra kjötiðnaðarmanna
Vel heppnað fótboltamót var haldið nú um helgina í íþróttahúsi Víkings að Traðarlandi 1 í Reykjavík þar sem Íslenskir kjötiðnaðarmenn kepptu.
Er þetta annað árið í röð sem að keppnin er haldin, en í fyrra kepptu sex lið en þau voru kjötsmiðjan, Ali, Kjötbúðin, Stjörnugrís, Esja og kjöthöllin og sigruðu starfsmenn Kjötbúðarinnar eftir jafnan og spennandi úrslitaleik við Kjöthöllina.
Eftir vel heppnað mót í fyrra var ákveðið að kaupa farandbikar sem er merktur sigurverara ár hvert og eignarbikar sem fyrirtækið heldur. Átta lið tóku þátt í ár en það voru Kjötsmiðjan, Kjöthúsið, Kjötbúðin, Ali, Sláturfélag Suðurlands, Norðlenska, Stjörnugrís og Esja. Hver leikur var 10 mínútur og öll lið kepptu hvort við annað.
Úrslit urðu þessi:
1. sæti – Kjötsmiðjan
2. sæti – Kjötbúðin
3. sæti – Sláturfélag Suðurlands
„Stefnt er á að hafa mótið enn stærra á næsta ári þar sem sameiginleg grillveisla verður haldin eftir mótið og þá geta kjötiðnaðarmenn rætt um það sem fram fór á mótinu með bjór í hönd.“
, sagði Jón Gísli Jónsson kjötiðnaðarmaður einn af skipuleggjendum mótsins í samtali við veitingageirinn.is.
Myndir: Jón Gísli Jónsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati