Frétt
Starfsmenn Kjötsmiðjunnar sigruðu fótboltamót Íslenskra kjötiðnaðarmanna
Vel heppnað fótboltamót var haldið nú um helgina í íþróttahúsi Víkings að Traðarlandi 1 í Reykjavík þar sem Íslenskir kjötiðnaðarmenn kepptu.
Er þetta annað árið í röð sem að keppnin er haldin, en í fyrra kepptu sex lið en þau voru kjötsmiðjan, Ali, Kjötbúðin, Stjörnugrís, Esja og kjöthöllin og sigruðu starfsmenn Kjötbúðarinnar eftir jafnan og spennandi úrslitaleik við Kjöthöllina.
Eftir vel heppnað mót í fyrra var ákveðið að kaupa farandbikar sem er merktur sigurverara ár hvert og eignarbikar sem fyrirtækið heldur. Átta lið tóku þátt í ár en það voru Kjötsmiðjan, Kjöthúsið, Kjötbúðin, Ali, Sláturfélag Suðurlands, Norðlenska, Stjörnugrís og Esja. Hver leikur var 10 mínútur og öll lið kepptu hvort við annað.
Úrslit urðu þessi:
1. sæti – Kjötsmiðjan
2. sæti – Kjötbúðin
3. sæti – Sláturfélag Suðurlands
„Stefnt er á að hafa mótið enn stærra á næsta ári þar sem sameiginleg grillveisla verður haldin eftir mótið og þá geta kjötiðnaðarmenn rætt um það sem fram fór á mótinu með bjór í hönd.“
, sagði Jón Gísli Jónsson kjötiðnaðarmaður einn af skipuleggjendum mótsins í samtali við veitingageirinn.is.
Myndir: Jón Gísli Jónsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir5 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt4 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fagfélögin taka í notkun nýjar Mínar síður