Frétt
Starfsmenn Kjötsmiðjunnar sigruðu fótboltamót Íslenskra kjötiðnaðarmanna

Starfsmenn Kjötsmiðjunnar sigruðu fótboltamót Íslenskra kjötiðnaðarmanna.
F.v. efri röð: Úlfar Steinn Hauksson starfsmaður á hamborgaravél, Björn Metúsalem Aðalsteinsson söludeild, Sigurður Róbert Gunnarsson sumarstarfsmaður, Arnar Ingi Gunnarsson kjötiðnaðarnemi.
F.v. neðri röð: Magnús Guðlaugur Magnússon og Róbert Steinar Aðalsteinsson starfsmenn á hamborgaravél, Jón Örn Gunnarsson bílstjóri, Jón Gísli Jónsson kjötiðnaðarmaður.
Vel heppnað fótboltamót var haldið nú um helgina í íþróttahúsi Víkings að Traðarlandi 1 í Reykjavík þar sem Íslenskir kjötiðnaðarmenn kepptu.
Er þetta annað árið í röð sem að keppnin er haldin, en í fyrra kepptu sex lið en þau voru kjötsmiðjan, Ali, Kjötbúðin, Stjörnugrís, Esja og kjöthöllin og sigruðu starfsmenn Kjötbúðarinnar eftir jafnan og spennandi úrslitaleik við Kjöthöllina.
Eftir vel heppnað mót í fyrra var ákveðið að kaupa farandbikar sem er merktur sigurverara ár hvert og eignarbikar sem fyrirtækið heldur. Átta lið tóku þátt í ár en það voru Kjötsmiðjan, Kjöthúsið, Kjötbúðin, Ali, Sláturfélag Suðurlands, Norðlenska, Stjörnugrís og Esja. Hver leikur var 10 mínútur og öll lið kepptu hvort við annað.
Úrslit urðu þessi:
1. sæti – Kjötsmiðjan
2. sæti – Kjötbúðin
3. sæti – Sláturfélag Suðurlands
„Stefnt er á að hafa mótið enn stærra á næsta ári þar sem sameiginleg grillveisla verður haldin eftir mótið og þá geta kjötiðnaðarmenn rætt um það sem fram fór á mótinu með bjór í hönd.“
, sagði Jón Gísli Jónsson kjötiðnaðarmaður einn af skipuleggjendum mótsins í samtali við veitingageirinn.is.
Myndir: Jón Gísli Jónsson

-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt5 dagar síðan
Eggjaverð í Bandaríkjunum í hæstu hæðum – stangast á við fullyrðingar Donald Trumps