Viðtöl, örfréttir & frumraun
Starf kjötiðnaðarmeistara er mun fjölbreyttara en flestir halda
Með Fréttablaðinu í dag kom út kynningarblað undir yfirskriftinni Stelpur og verknám. Í blaðinu er fjallað um og talað við konur sem hafa menntað sig og helgað sig iðngreinum.
Blaðið er uppfullt af áhugaverðum greinum og viðtölum og skartar glæsilegum fulltrúum ólíkra iðngreina.
Þar er meðal annars rætt við Rakel Þorgilsdóttur en hún hefur starfað um nokkurra ára skeið sem kjötiðnaðarmeistari hjá Kjarnafæði á Akureyri og kann afar vel við sig í starfinu sem hún segir mun fjölbreyttara og skemmtilegra en margir ímynda sér. Hún útskrifaðist af ferðamálafræðibraut frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2013 og stefndi á þeim árum í aðra átt í lífinu.
„Ég starfaði á menntaskólaárunum hjá Kjarnafæði og fann mig vel í starfinu. Að menntaskóla loknum fann ég að bóknám átti ekki sérlega vel við mig og þá leitaði hugurinn aftur til Kjarnafæðis. Ég hóf því nám í kjötiðn árið 2015 og útskrifaðist sem kjötiðnaðarmaður árið 2017 frá Menntaskólanum í Kópavogi (Innskot, veitingageirinn.is; Hótel og matvælaskólanum í Kópavogi).
Ári síðar bætti ég meistaranáminu við og kláraði Meistaraskólann í fjarnámi við Verkmenntaskólann á Akureyri.“
segir Rakel meðal annars í skemmtilegu viðtalið í kynningarblaðinu sem hægt er að lesa nánar hér.
Matvis.is vakti meðal annars athygli á kynningarblaðinu.
Hús fagfélaganna, er bakhjarl kynningarblaðsins.
Mynd: skjáskot af kynningarblaðinu í Fréttablaðinu.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya






