Viðtöl, örfréttir & frumraun
Starf kjötiðnaðarmeistara er mun fjölbreyttara en flestir halda
Með Fréttablaðinu í dag kom út kynningarblað undir yfirskriftinni Stelpur og verknám. Í blaðinu er fjallað um og talað við konur sem hafa menntað sig og helgað sig iðngreinum.
Blaðið er uppfullt af áhugaverðum greinum og viðtölum og skartar glæsilegum fulltrúum ólíkra iðngreina.
Þar er meðal annars rætt við Rakel Þorgilsdóttur en hún hefur starfað um nokkurra ára skeið sem kjötiðnaðarmeistari hjá Kjarnafæði á Akureyri og kann afar vel við sig í starfinu sem hún segir mun fjölbreyttara og skemmtilegra en margir ímynda sér. Hún útskrifaðist af ferðamálafræðibraut frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2013 og stefndi á þeim árum í aðra átt í lífinu.
„Ég starfaði á menntaskólaárunum hjá Kjarnafæði og fann mig vel í starfinu. Að menntaskóla loknum fann ég að bóknám átti ekki sérlega vel við mig og þá leitaði hugurinn aftur til Kjarnafæðis. Ég hóf því nám í kjötiðn árið 2015 og útskrifaðist sem kjötiðnaðarmaður árið 2017 frá Menntaskólanum í Kópavogi (Innskot, veitingageirinn.is; Hótel og matvælaskólanum í Kópavogi).
Ári síðar bætti ég meistaranáminu við og kláraði Meistaraskólann í fjarnámi við Verkmenntaskólann á Akureyri.“
segir Rakel meðal annars í skemmtilegu viðtalið í kynningarblaðinu sem hægt er að lesa nánar hér.
Matvis.is vakti meðal annars athygli á kynningarblaðinu.
Hús fagfélaganna, er bakhjarl kynningarblaðsins.
Mynd: skjáskot af kynningarblaðinu í Fréttablaðinu.
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks og Workers United hætta við lögsóknir og hefja sáttaviðræður