Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Starf kjötiðnaðarmeistara er mun fjölbreyttara en flestir halda

Birting:

þann

Rakel Þorgilsdóttir - Kjötiðnaðarmeistari

Rakel Þorgilsdóttir – Kjötiðnaðarmeistari

Með Fréttablaðinu í dag kom út kynningarblað undir yfirskriftinni Stelpur og verknám. Í blaðinu er fjallað um og talað við konur sem hafa menntað sig og helgað sig iðngreinum.

Blaðið er uppfullt af áhugaverðum greinum og viðtölum og skartar glæsilegum fulltrúum ólíkra iðngreina.

Þar er meðal annars rætt við Rakel Þorgilsdóttur en hún hefur starfað um nokkurra ára skeið sem kjötiðnaðarmeistari hjá Kjarnafæði á Akureyri og kann afar vel við sig í starfinu sem hún segir mun fjölbreyttara og skemmtilegra en margir ímynda sér. Hún útskrifaðist af ferðamálafræðibraut frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2013 og stefndi á þeim árum í aðra átt í lífinu.

„Ég starfaði á menntaskólaárunum hjá Kjarnafæði og fann mig vel í starfinu. Að menntaskóla loknum fann ég að bóknám átti ekki sérlega vel við mig og þá leitaði hugurinn aftur til Kjarnafæðis. Ég hóf því nám í kjötiðn árið 2015 og útskrifaðist sem kjötiðnaðarmaður árið 2017 frá Menntaskólanum í Kópavogi (Innskot, veitingageirinn.is; Hótel og matvælaskólanum í Kópavogi).

Ári síðar bætti ég meistaranáminu við og kláraði Meistaraskólann í fjarnámi við Verkmenntaskólann á Akureyri.“

segir Rakel meðal annars í skemmtilegu viðtalið í kynningarblaðinu sem hægt er að lesa nánar hér.

Matvis.is vakti meðal annars athygli á kynningarblaðinu.

Hús fagfélaganna, er bakhjarl kynningarblaðsins.

Mynd: skjáskot af kynningarblaðinu í Fréttablaðinu.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið