Vertu memm

Markaðurinn

Starbucks treystir á Fastus

Birting:

þann

Ástrós Kristinsdóttir, markaðsstjóri Fastus

Ástrós Kristinsdóttir, markaðsstjóri Fastus

Starbucks hefur valið Fastus sem samstarfsaðila sinn á Íslandi, samstarfið er þess eðlis að Fastus mun sjá um þjónustu og viðhald á kaffivélum og eldhústækjum á kaffihúsum Starbucks hér á landi.

Starbucks opnar sín fyrstu kaffihús á Íslandi á næstu vikum.

,,Það er okkur mikill heiður að hafa verið valin sem samstarfsaðili Starbucks. Tæknideild okkar mun sinna þjónustu og viðhaldi á kaffivélum og eldhústækjum fyrir staði þeirra hér á landi.

Samstarfið byggir á fagmennsku, áreiðanleika og sérþekkingu sem falla vel að kröfum og væntingum einu virtasta kaffihúsamerki heims.

Fyrir páska fór fram sérhæfð þjálfun tæknimanna okkar á vélum og búnaði Starbucks og er það hluti af markvissri innleiðingu og tryggingu á fyrsta flokks þjónustu,“

segir Ástrós Kristinsdóttir, markaðsstjóri Fastus.

Fastus sér fyrirtækjum og fagaðilum í heilbrigðis- og veitingageiranum fyrir tækjum, búnaði og rekstrarvörum. Hjá tæknideild félagsins starfa 50 sérþjálfaðir tæknimenn sem annast uppsetningar, viðhald og gæðaheimsóknir.

Fastus rekur stærsta þjónustuverkstæði og varahlutalager landsins í þessum geira en verkstæðin eru staðsett í Reykjavík, á Akureyri og Selfossi.

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið