Markaðurinn
Stærsta Negroni vika sem sögur fara af
Algjör metskráning er á Negroni vikunni með 33 stöðum í þátttöku sem er langt umfram markmið og gerir þetta að einum ef ekki stærsta viðburði sinnar tegundar sem haldinn hefur verið á Íslandi. Ísland er ofarlega á heimsvísu með fjölda staða og dagskrá vikunnar er mjög spennandi!
Hægt er að kynna sér meira um Negroni vikuna á síðunni þeirra www.negroniweek.com þar sem hægt er að sjá hvaða staðir taka þátt og séð á korti hvar næsti staður er í nágrenninu, mjög skemmtilegt viðmót. Alþjóðlegur viðburður sem haldin er árlega um allan heim, í ár þann 18. til 24. September og Negroni vikan fagnar 10ára afmæli. Imbibe Magazine byrjaði þetta árið 2013 í samvinnu við Campari og í fyrstu voru aðeins um 120 staðir skráðir en eru nú nærri 12 þúsund.
Negroni seðlarnir á stöðunum eru mjög spennandi og hægt er að smakka næstum endalausar útfærslur af Negroni! Barþjónaklúbburinn gengur á milli bara og dæmir og tilkynnt verður um besta Negroni, besta gin til að nota í Negroni og svo besta óáfenga Negroni í lokapartý Negroni vikunnar sem verður haldið á Telebar á Parliament hótelinu næsta sunnudag.
Í partýinu verður einnig tilkynnt hversu hárri upphæð Klakavinnslan safnaði til styrktar Ljónshjarta með sölu á Negroni Week derhúfunni sem fæst hjá Kormáki og Skildi en einnig er hægt að panta hana hjá [email protected] eða styrkja með frjálsum framlögum á reikning: 0370-13-018246 kt. 710518-0170.
Kennslumyndband
Ívan Svanur hjá Kokteilaskólanum gerði skemmtilegt Negroni kennslumyndband fyrir þá sem ekki kunna þennan klassíska drykk

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora