Vertu memm

Markaðurinn

Stærsta Negroni vika sem sögur fara af

Birting:

þann

Negroni vika 2023

Algjör metskráning er á Negroni vikunni með 33 stöðum í þátttöku sem er langt umfram markmið og gerir þetta að einum ef ekki stærsta viðburði sinnar tegundar sem haldinn hefur verið á Íslandi. Ísland er ofarlega á heimsvísu með fjölda staða og dagskrá vikunnar er mjög spennandi!

Hægt er að kynna sér meira um Negroni vikuna á síðunni þeirra www.negroniweek.com þar sem hægt er að sjá hvaða staðir taka þátt og séð á korti hvar næsti staður er í nágrenninu, mjög skemmtilegt viðmót. Alþjóðlegur viðburður sem haldin er árlega um allan heim, í ár þann 18. til 24. September og Negroni vikan fagnar 10ára afmæli. Imbibe Magazine byrjaði þetta árið 2013 í samvinnu við Campari og í fyrstu voru aðeins um 120 staðir skráðir en eru nú nærri 12 þúsund.

Negroni seðlarnir á stöðunum eru mjög spennandi og hægt er að smakka næstum endalausar útfærslur af Negroni! Barþjónaklúbburinn gengur á milli bara og dæmir og tilkynnt verður um besta Negroni, besta gin til að nota í Negroni og svo besta óáfenga Negroni í lokapartý Negroni vikunnar sem verður haldið á Telebar á Parliament hótelinu næsta sunnudag.

Í partýinu verður einnig tilkynnt hversu hárri upphæð Klakavinnslan safnaði til styrktar Ljónshjarta með sölu á Negroni Week derhúfunni sem fæst hjá Kormáki og Skildi en einnig er hægt að panta hana hjá [email protected] eða styrkja með frjálsum framlögum á reikning: 0370-13-018246  kt. 710518-0170.

Kennslumyndband

Ívan Svanur hjá Kokteilaskólanum gerði skemmtilegt Negroni kennslumyndband fyrir þá sem ekki kunna þennan klassíska drykk

Negroni vika 2023

Almenn umfjöllun, víndómar og viðtöl, blandað ýmsum fróðleik um Ísland, mat, drykki og fleira því tengt.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið