Keppni
Stærsta kokteilhátíð Íslands hefst með látum á morgun 1. febrúar – Sjáðu dagskrána hér
Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir hinni árlegu kokteilhátíð í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík dagana 1. – 5. febrúar n.k.
Hátíðin hefst á morgun miðvikudaginn 1. febrúar og stendur til sunnudagsins 5. febrúar, þar sem henni lýkur með úrslitakeppni í Íslandsmóti barþjóna og keppni milli veitingastaða í kokteilgerð í Gamla bíó.
Undankeppnir fara fram fimmtudaginn 2. febrúar og opnar Gamla bíó kl 19:00.
Barþjónaklúbbur Íslands var stofnaður árið 1963 en árið á eftir hóf klúbburinn að etja saman barþjónum landsins í kokteilagerð og hefur vinningshafi ávallt hlotið nafnbótina Íslandsmeistari barþjóna og keppt fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti barþjóna sem að þessu sinni fer fram í Kaupmannahöfn í september.
Göngutúr um miðbæinn
Allir helstu umboðsaðilar áfengra drykkja verða með kynningu á sínum vörum á meðan á keppni stendur og von er á góðri stemmningu í kringum viðburðina. Samstarfsaðilar Reykjavík Cocktail Weekend munu bjóða upp á sérstakan kokteilseðil sem samanstendur af kokteilum á tilboðsverði dagana 1. – 5. febrúar til klukkan 23.00 öll kvöldin og því um að gera að taka göngutúr um miðbæinn og skilja bílinn eftir því fjöldi góðra drykkja verða á boðstólnum.
Dómnefnd skipuð af Barþjónaklúbbi Íslands mun ganga á milli og smakka valda drykki af kokteilseðlum þátttökustaðanna og velja þrjá bestu drykkina sem keppa svo til úrslita á sunnudagskvöldið í Gamla bíó, vinningsdrykkurinn hlýtur nafngiftina Reykjavík Cocktail Weekend drykkurinn 2017.
Vín fróðleikur og fræðsla – erlendir sérfræðingar
Einnig býður Barþjónaklúbburinn upp á fróðleik, fræðslu og kynningar, svokallað „Master Class“ á Center Hotel Plaza laugardaginn 4. febrúar milli kl. 14 & 19, en þar býðst gestum að smakka hinar ýmsu tegundir af áfengi ásamt því að njóta fróðleiks frá þeim sem best til þekkja frá hverju umboði fyrir sig.
Fyrirlestrar verða í boði á þessum tíma og mun fjölbreytileikinn ráða ríkjum, þar sem að erlendir gestafyrirlesarar í bland við innlenda sérfræðinga koma og fræða okkur um vínheiminn.
Það er von Barþjónaklúbbsins að sem flestir láti sjá sig á Reykjavík Cocktail Weekend og njóti góðra veiga í bland við einstakan fróðleik, skál í boðinu!
Aðgangseyrir 1.000 kr. á forkeppnina á fimmtudeginum sem og á Master class á laugardeginum.
Dagskrá Reykjavík Cocktail Weekend 2017
Miðvikudagur:
- Kokteilar í Reykjavík Cocktail Weekend keppninni dæmdir á stöðunum sjálfum.
- Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn.
Fimmtudagur:
- Gamla bíó / húsið opnar kl. 19
- Undankeppnir Íslandsmóta
- Umboðsmenn með kynningar á vörum sínum
Föstudagur:
- Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn
Laugardagur:
- Fróðleikur og kynningar / Hótel Plaza / 14:00 – 19:00
- 2 salir þar sem umboðsmenn munu bjóða upp á fyrirlestra
- Umboðsmenn verða með kynningar á svæðinu
- Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn
Sunnudagur:
- Gamla bíó /
- Úrslit í Íslandsmóti, vinnustaða keppni og kokteil keppninnar kunngjörður
- Kvöldverður og partý
Fjölmargir staðir taka þátt í hátíðinni og bjóða upp á frábæra kokteila á aðeins 1.700 kr. dagana 1. – 5. febrúar. Hér að neðan má sjá lista yfir þá staði sem taka þátt í hátíðinni þetta árið:
- American bar
- Apotek restaurant
- BarAnanas
- Bazaar
- Bryggjan Brugghús
- Dillon
- Forrettarbarinn
- Frederiksen Ale House
- Geiri Smart
- Græna herbergið
- Grillmarkaðurinn
- Hard Rock Cafe Reykjavík
- Hilton Reykjavik Nordica
- Jacobsen Loftið
- Kitchen and Wine 101 hótel
- Kofinn
- Kol Restaurant
- Kopar
- Matarkjallarinn
- MatWerk
- Nauthóll
- Nora magasin
- Pablo Discobar
- Petersen – Svítan
- Public House Gastropub
- Sæta Svínið
- SKÝ Restuarant
- Slippbarinn
- Sushi Social
- UNO
- Vegamót
Götukort
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt14 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Keppni5 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum