Vertu memm

Keppni

Stærsta kokteilhátíð Íslands hefst með látum á morgun 1. febrúar – Sjáðu dagskrána hér

Birting:

þann

Reykjavík Cocktail Weekend 2017

Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir hinni árlegu kokteilhátíð í samstarfi við helstu veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík dagana 1. – 5. febrúar n.k.  
Hátíðin hefst á morgun miðvikudaginn 1. febrúar og stendur til sunnudagsins 5. febrúar, þar sem henni lýkur með úrslitakeppni í Íslandsmóti barþjóna og keppni milli veitingastaða í kokteilgerð í Gamla bíó.

Undankeppnir fara fram fimmtudaginn 2. febrúar og opnar Gamla bíó  kl 19:00.

Barþjónaklúbbur Íslands var stofnaður árið 1963 en árið á eftir hóf klúbburinn að etja saman barþjónum landsins í kokteilagerð  og hefur vinningshafi ávallt hlotið nafnbótina Íslandsmeistari barþjóna og keppt fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramóti barþjóna sem að þessu sinni fer fram í Kaupmannahöfn í september.

Göngutúr um miðbæinn

Allir helstu umboðsaðilar áfengra drykkja verða með kynningu á sínum vörum á meðan á keppni stendur og von er á góðri stemmningu í kringum viðburðina. Samstarfsaðilar Reykjavík Cocktail Weekend munu bjóða upp á sérstakan kokteilseðil sem samanstendur af  kokteilum á tilboðsverði dagana 1. – 5. febrúar til klukkan 23.00 öll kvöldin og því um að gera að taka göngutúr um miðbæinn og skilja bílinn eftir því fjöldi góðra drykkja verða á boðstólnum.
Dómnefnd skipuð af Barþjónaklúbbi Íslands mun ganga á milli og smakka valda drykki af kokteilseðlum þátttökustaðanna og velja þrjá bestu drykkina sem keppa svo til úrslita á sunnudagskvöldið í Gamla bíó, vinningsdrykkurinn hlýtur nafngiftina Reykjavík Cocktail Weekend drykkurinn 2017.

Vín fróðleikur og fræðsla – erlendir sérfræðingar

Einnig býður Barþjónaklúbburinn upp á fróðleik, fræðslu og kynningar, svokallað „Master Class“ á Center Hotel Plaza laugardaginn 4. febrúar milli kl. 14 & 19, en þar býðst gestum að smakka hinar ýmsu tegundir af áfengi ásamt því að njóta fróðleiks frá þeim sem best til þekkja frá hverju umboði fyrir sig.
Fyrirlestrar verða í boði á þessum tíma og mun fjölbreytileikinn ráða ríkjum, þar sem að erlendir gestafyrirlesarar í bland við innlenda sérfræðinga koma og fræða okkur um vínheiminn.

Það er von Barþjónaklúbbsins að sem flestir láti sjá sig á Reykjavík Cocktail Weekend og njóti góðra veiga í bland við einstakan fróðleik, skál í boðinu!

Aðgangseyrir 1.000 kr. á forkeppnina á fimmtudeginum sem og á Master class á laugardeginum.

Dagskrá Reykjavík Cocktail Weekend 2017

Miðvikudagur:

  • Kokteilar í Reykjavík Cocktail Weekend keppninni dæmdir á stöðunum sjálfum.
  • Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn.

Fimmtudagur:

  • Gamla bíó / húsið opnar kl. 19
  • Undankeppnir Íslandsmóta
  • Umboðsmenn með kynningar á vörum sínum

Föstudagur:

  • Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn

Laugardagur:    

  • Fróðleikur og kynningar / Hótel Plaza / 14:00 – 19:00
  • 2 salir þar sem umboðsmenn munu bjóða upp á fyrirlestra
  • Umboðsmenn verða með kynningar á svæðinu
  • Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn

Sunnudagur:    

  • Gamla bíó /
  • Úrslit í Íslandsmóti, vinnustaða keppni og kokteil keppninnar kunngjörður
  • Kvöldverður og partý

Fjölmargir staðir taka þátt í hátíðinni og bjóða upp á frábæra kokteila á aðeins 1.700 kr. dagana 1. – 5. febrúar.  Hér að neðan má sjá lista yfir þá staði sem taka þátt í hátíðinni þetta árið:

  • American bar
  • Apotek restaurant
  • BarAnanas
  • Bazaar
  • Bryggjan Brugghús
  • Dillon
  • Forrettarbarinn
  • Frederiksen Ale House
  • Geiri Smart
  • Græna herbergið
  • Grillmarkaðurinn
  • Hard Rock Cafe Reykjavík
  • Hilton Reykjavik Nordica
  • Jacobsen Loftið
  • Kitchen and Wine 101 hótel
  • Kofinn
  • Kol Restaurant
  • Kopar
  • Matarkjallarinn
  • MatWerk
  • Nauthóll
  • Nora magasin
  • Pablo Discobar
  • Petersen – Svítan
  • Public House Gastropub
  • Sæta Svínið
  • SKÝ Restuarant
  • Slippbarinn
  • Sushi Social
  • UNO
  • Vegamót

Götukort

Reykjavík Cocktail Weekend 2017

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið