Markaðurinn
Staðan í kjaraviðræðunum
Það voru stíf fundarhöld á föstudaginn og svo stuttur fundur á laugardaginn s.l. í kjaraviðræðunum hjá Matvís.
Svo gæti farið að gestir á hótelum og veitingahúsum komi að tómum kofanum á miðvikudag þegar verkfall 1100 kokka, þjóna, bakara og kjötiðnaðarmanna innan Matvís hefst, en hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum félagsins við viðsemjendur.
Matvís hefur verið í samfloti þeirra iðnaðarmanna sem eru með lausa samninga, en það rofnaði raunar fyrir helgi þegar Samiðn, Grafía og Félag hársnystisveina afréðu að ljúka samningum við Samtök atvinnulífsins fyrir 12. júní og frestuðu þau félög þar með boðuðum verkfallsaðgerðum. Eftir standa þá með Matvís Rafiðnaðarsambandið og Félag vélstjóra og málmtæknimanna sem öll stefna ótrauð á vinnustöðvun á miðvikudag.
Á vef hringbraut.is segir að verkfall Matvís hefur strax áhrif á rekstur ferðaþjónustunnar í landinu, en hefur þó mismikil áhrif innan hótela og veitingahúsa.
Nemar í eldhúsum fara ekki í verkfall, svo og allt aðstoðarfólk þar sem gefur hótelunum færi á að halda úti lágmarksþjónustu, en ljóst er að mörg hótel og veitingahús eiga erfitt með að mæta þessum aðgerðum og munu þurfa að vísa gestum frá vegna manneklu innandyra, að því er fram kemur á hringbraut.is.
Níels Sigurður Olgeirsson formaður MATVÍS fer hér yfir hver staðan er í kjaraviðræðunum:
Okkur hefur verið boðið upp á að við tækjum kjarasamning Flóabandalagsins og VR með smávægilegum tilfærslum.
Það sem okkur var boðið á föstudaginn var ekki ásættanlegt og var því hafnað á laugardaginn. Við vildum láta laga aðeins til hjá okkur þar sem launataxtar MATVÍS eru mun lægri en annarra iðnaðarmanna.
Við höfum verulegar áhyggjur á að fá ekki fólk til þess a mennta sig þegar sá sem hefur lagt á sig tveggja ára fagnám verður með launataxta í lok samningstímans kr. 282000 í mánaðarlaun á sama tíma og lágmarks tekjutrygging er kr. 300.000.
Það þarf að taka til í launatöflunum og breyta þannig að fólk sem hugsar sér að mennta sig sjái einhvern ávinning í því þegar launatöflur eru skoðar.
Verkfallastjórnin er byrjuð að undirbúa verkfallsvaktina og mætir á fund í dag til þess að fara yfir verkferla og annað með verkfallstjórnum annarra félagar með lögmanni sem hefur sér þekkingu á þessu sviði.
Fundur hjá Ríkissáttasemjara hófst kl. 15:15 í dag.
Mynd: úr safni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu






