Markaðurinn
Staðan í kjaraviðræðum
Nokkrir samningafundir hafa verið haldnir í samningaviðræðum iðnfélaganna við Samtök atvinnulífins. Núgildandi samningur við SA rennur út 1. nóvember næstkomandi, eða á þriðjudaginn.
MATVÍS tekur þátt í samfloti iðn- og tæknifólks líkt og í síðustu tveimur kjaralotum. Mikil samskipti hafa einnig átt sér stað við aðra hópa á almennum vinnumarkaði, eins og SGS og LÍV.
Mikil áhersla er lögð á það af hálfu félaganna að samið verði um endurnýjun samninga sem allra fyrst. Iðn- og tæknifólk hefur að sjálfsögðu sett fram þá kröfu að næstu kjarasamningar gildi frá lokum þeirra sem nú eru að renna út.
Á fundunum hefur kröfugerð iðnfélaganna og samningsmarkmið verið lögð fram og rædd. Næsti fundur hefur verið boðaður í byrjun næstu viku.
Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður
Mynd: aðsend

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.