Markaðurinn
Staðan í kjaraviðræðum
Nokkrir samningafundir hafa verið haldnir í samningaviðræðum iðnfélaganna við Samtök atvinnulífins. Núgildandi samningur við SA rennur út 1. nóvember næstkomandi, eða á þriðjudaginn.
MATVÍS tekur þátt í samfloti iðn- og tæknifólks líkt og í síðustu tveimur kjaralotum. Mikil samskipti hafa einnig átt sér stað við aðra hópa á almennum vinnumarkaði, eins og SGS og LÍV.
Mikil áhersla er lögð á það af hálfu félaganna að samið verði um endurnýjun samninga sem allra fyrst. Iðn- og tæknifólk hefur að sjálfsögðu sett fram þá kröfu að næstu kjarasamningar gildi frá lokum þeirra sem nú eru að renna út.
Á fundunum hefur kröfugerð iðnfélaganna og samningsmarkmið verið lögð fram og rædd. Næsti fundur hefur verið boðaður í byrjun næstu viku.
Óskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt4 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt