Markaðurinn
Sproud í fullkomnu jafnvægi – Fer vel með blóðsykurinn
Mörg okkar kannast við að upplifa svokallað blóðsykursfall, oftar en ekki seinni part dagsins. Pirringur, einbeitingarskortur og þreyta eru algeng birtingarmynd og í því ljósi freista sífellt fleiri þess að neyta matvæla sem halda blóðsykrinum stöðugum yfir daginn, sem skilar sér í betri líðan og bættum afköstum.
Blóðsykurslausnin gerði nýverið samanburð á áhrifum laktósalausrar jurtamjólkur á blóðsykursgildi. Úr mörgu er að velja þegar kemur að úrvali á jurtamjólk en tvær vinsælar tegundir, Oatly haframjólk og Sproud sem unnin er úr baunapróteini, urðu fyrir valinu.
Gunnar Már Kamban hjá Blóðsykurslausninni segir niðurstöðuna hafa verið áhugaverða en mikill munur reyndist vera á tegundum tveimur. Við neyslu á haframjólkinni urðu blóðsykurstopparnir skarpari en Sproud stuðlaði að mun jafnari blóðsykri.
„Jafn blóðsykur þýðir að orkan okkar er jafnari, sykurlöngun verður minni og matarlyst og matarlöngun er eitthvað sem við höfum betri stjórn á,“
segir Gunnar.
Það er því mikill heilsufarslegur ávinningur af því að halda blóðsykrinum sem jöfnustum yfir daginn. Matvæli sem stuðla að því losa glúkósa út í blóðið á jafnan hátt yfir daginn og koma þannig í veg fyrir að blóðsykurinn rokki upp eða niður. Þannig helst orkubúskapinn stöðugri sem skilar sér svo aftur í betri líðan og bættri heilastarfsemi. Jafn blóðsykur leiðir oftar en ekki af sér betra skap og einbeitingu og minnkar hættuna á þreytu og pirringi.
Matvæli sem koma í veg fyrir snarpa blóðsykurstoppa eru einnig æskilegri til að hafa betri stjórn á grunnbrennslu líkamans og minnka þannig líkurnar á að við verðum sólgin í sykur eða tiltekin matvæli og að svokölluð síðdegisþreyta og óstjórnleg nartlöngun láti á sér kræla.
Rannsóknir hafa jafnframt sýnt að há gildi blóðsykurs og snörp stökk upp eða niður í þeim gildum geta leitt af sér bólgur í líkamanum, til að mynda í hjarta og æðakerfinu.
„Þessi niðurstaða kemur okkur ekki á óvart því við höfum mikla trú á Sproud. Það er engin tilviljun hversu vel henni hefur verið tekið frá því að hún kom á markaðinn,“
segir Sólrún Reginsdóttir, framkvæmdastjóri Akkúrat um Sproud.
„Hún er unnin úr hágæða baunaprótíni og er í raun algjör bylting þegar kemur að jurtamjólk. Sproud er í sérstöku uppáhaldi hjá kaffidrykkjufólki enda hönnuð af kaffibarþjónum með það markmið að gera geggjaða kaffimjólk, nokkuð sem okkur finnst hafa tekist fullkomlega. Hún freyðir vel, er silkimjúk og dásamleg á bragðið og hefur þegar hlotið fjölmörg verðlaun á meðal kaffibarþjóna.
Til að toppa alla kosti þessarar frábæru vöru þá er hún með minnsta kolefnisfótsporið af allri jurtamjólk. Hún er þar af leiðandi ekki aðeins góð fyrir bragðlaukana heldur líka umhverfið og, eins og sífellt er að koma betur í ljós, heilsuna líka.“
segir Sólrún að lokum.
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or9 klukkustundir síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Bocuse d´Or4 klukkustundir síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir