Viðtöl, örfréttir & frumraun
Spennandi tímar framundan hjá Klúbbi Matreiðslumeistara – Lárusi Rúnari Loftssyni veitt heiðursorða KM

Ný stjórn Klúbbs Matreiðslumeistara
Aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara var haldinn á Hótel Varmalandi í Borgarfirði laugardaginn 29. apríl sl. Á fundinum voru að venju hefðbundin aðalfundastörf ásamt því að ný stjórn var kosin. Á fundinum skapaðist góð umræða um félagsstarfið og hvernig fjölga megi félögum og var að því tilefni stofnuð nýliðunarnefnd.
Þeir Jón Þór Friðgeirsson og Ragnar Wessman hættu í stjórn og í þeirra stað komu Ívar Örn Hansen og Jón Ingi Ólafsson.
„Um leið og við bjóðum Ívari Erni og Jón Inga velkomna í stjórn þökkum við Jóni Þór og Ragnari fyrir frábær störf og erum fullvissir að þeir eiga eftir að vera virkir í öðrum störfum fyrir KM á næstu árum.“
Sagði Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara.
„Það eru spennandi tímar framunda hjá KM, eins og endranær, keppnin um Kokk ársins og aðalfundur ný búin og Norðulandþing ásamt keppninni um matreiðslumann norðurlandanna nú í lok maí.
Á næstu dögum munum við svo kynna nýjan landsliðsþjálfara og landslið“
kom einnig fram í máli Þóris.
Lárus Loftsson heiðursfélagi Klúbbs matreiðslumeistara
Á árshátíð Klúbbs matreiðslumeistara sem haldin var á Hótel Varmalandi í Borgarfirði þann 29. apríl síðasliðin var Lárusi Rúnari Loftssyni veitt heiðursorðu KM. Lárus gekk í KM árið 1983 og var forseti KM á árunum 1984 til 1986.
„Lárus hefur alltaf verið virkur í starfi KM og unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir KM allt síðan hann gekk í KM eða síðustu 40 ár“
sagði Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara við þetta einstaka tækifæri.
Lárus lærði fagið á árunum 1964 til 1968 í Múlakaffi og á Hótel Sögu. Námið á Sögu kom til vegna þess að á þessum tíma urðu staðir að láta nema sína kynnast öðru en það sem staðurinn þeirra bauð upp á. Hann starfaði á Múlakaffi í 15 ár eftir að hann kláraði námið, fyrst sem matreiðslumaður og svo yfirmatreiðslumaður.
Eftir starfið á Múlakaffi varð hann svo yfirmatreiðslumeistari í Veitingamanninnum allt þar til hann stofnaði eigin veisluþjónustu; Veitingaþjónusta Lárusar Loftssonar, þar sem hann starfaði þar til hann seldi fyrirtækið. Þess má þó geta að hann starfar enn hjá nýju eigendunum.
Lárus er fjórði félagsmaður Klúbbs matreiðslumeistara sem hlýtur þann heiður að vera veitt heiðurssorðu KM. Aðrir heiðursfélagar eru Bragi Ingason, sem nú er látinn, en hann fékk heiðursorðu KM árið 1987, Ib Wessman sem fékk heiðurorðu KM árið 1992 og loks Hilmar B Jónsson, sem fékk heiðursorðu KM árið 2022.
Myndir: Klúbbur Matreiðslumeistara

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas
-
Frétt2 dagar síðan
Óvænt áhrif TikTok: Heimsmarkaður glímir við pistasíuskort