Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Spennandi tímar framundan hjá Fosshótel keðjunni | Ný hótel og veitingastaðir
Það eru spennandi tímar framundan hjá Fosshótel keðjunni sem stækkar með opnun á nýjum hótelum og miklar framkvæmdir standa yfir er snúa að endurbótum og stækkunum á þeim hótelum sem fyrir eru.
Nýopnað Fosshótel Núpar
Fosshótel Núpar var opnað 1. mars síðastliðinn. Á hótelinu eru 60 herbergi og veitingastaður sem tekur allt að 90 manns í sæti. Hótelið er við hringveginn um 25 km austur af Kirkjubæjarklaustri, í miðju eystra Eldhrauni með stórkostlegu útsýni yfir Vatnajökul og Lómagnúp. Fosshótel Núpar er skemmtileg viðbót við Fosshótel keðjuna og hefur verið mjög vel tekið. Hótelið verður opið allt árið.
Myndir og nánari upplýsingar um Fosshótel Núpar er að finna á vef fosshotel.is hér.
Endurbætur og stækkun á Fosshótel Vatnajökli
Miklar endurbætur hafa átt sér stað undanfarið á Fosshótel Vatnajökli. Hótelið hefur allt verið endurnýjað, 40 herbergjum bætt við og eru nú 66 herbergi á hótelinu. Hótelið býður upp á góða aðstöðu fyrir ráðstefnur og hvataferðir þar sem auðvelt er að sameina vinnu og leik í stórbrotnu umhverfi.
Fundarsalurinn tekur allt að 120 manns í sæti og hefur allan nauðsynlegan tækjabúnað fyrir fundi og kynningar. Á hótelinu verða eftirfarandi herbergja tegundir, standard (single, double og twin), deluxe, samliggjandi fjölskylduherbergi og svítur.
Hótelið er um 2 km frá hringveginum og í 15 mínútna akstursfjarlægð frá Höfn í Hornafirði.
Myndir af framkvæmdum, tölvugerðar myndir af því hvernig hótelið mun líta út og nánari upplýsingar um Fosshótel Vatnajökul er að finna á vef fosshotel.is hér.
Nýtt hótel, Fosshótel Austfirðir
Fosshótel Austfirðir er nýtt þriggja stjörnu hótel á Fáskrúðsfirði. Á hótelinu verða til að byrja með 26 herbergi, en stækkun er fyrirhuguð. Húsið er merkilegt fyrir margra hluta sakir en í því var franski spítalinn um árabil. Húsnæðið hefur verið endurgert og sýning sett upp um franska sjómenn á svæðinu.
Við enduruppbyggingu húsanna hefur verið lögð áhersla á að endurnýta byggingarefni eins og hægt er. Hótelið verður býður upp á standard og superior herbergi, en mikil áhersla er lögð á að skapa þægilegt og heimilislegt andrúmsloft, í takt við anda hússins.
Á hótelinu verður glæsilegur veitingastaður L’Abri, en nafnið þýðir skjól. Á veitingastaðnum L´Abri mun hinn franski matreiðslumaður Isaac Basse ráða ríkjum. Áhersla er lögð á ferskt íslenskt hráefni, eldað á franska vísu.
Myndir og nánari upplýsingar um Fosshótel Austfirðir er að finna á vef fosshotel.is hér.
Nýtt hótel, Fosshótel Reykjavík við Höfðatorg
Fosshótel Reykjavík, verður opnað sumarið 2015, þriggja stjörnu plús, stærsta hótel landsins á Höfðatorgi í Reykjavík. Á hótelinu verða 320 herbergi, 16 hæðir og þar af eru 9 hæðir inndregnar og snúa að Bríetartúni (áður Skúlatún). Á efstu hæð hótelsins verða 7 svítur og 3 fyrsta flokks fundarsalir á annarri hæð.
Veitingastaðurinn Haust á Fosshótel Reykjavík er hannaður af Leifi Welding og mun taka 200 manns í sæti. Á jarðhæð hótelsins verður Íslenska Brugghúsið (Beer Garden), þar sem meðal annars verður boðið upp á einstakt úrval af íslenskum bjór. Á Fosshótel Reykjavík verður bæði líkamsrækt og Spa, líkamsræktarsalurinn verður aðgengilegur gestum hótelsins allan sólarhringinn og geta gestir notið heitra og kaldra lauga, sauna, hvíldar og fjölbreyttra meðferða.
Myndir og nánari upplýsingar um Fosshótel Reykjavík við Höfðatorg er að finna á vef fosshotel.is hér.
Endurbætur og framkvæmdir á Fosshótel Húsavík
Endurbætur hafa átt sér stað á Fosshótel Húsavík, þar sem öll rúm hafa verið endurnýjuð í eldri hluta hótelsins ásamt öðrum lagfæringun. Frekari framkvæmdir eru á döfinni þar sem viðbygging ásamt tengihúsi verður byggð við hótelið og herbergjum fjölgað úr 70 í 114.
Hótelið verður allt hið glæsilegasta, 3 fundarsalir ásamt stórum veislu- og fundarsal auk líkamsræktaraðstöðu. Stefnt er á að framkvæmdum ljúki fyrir sumarið 2015 og verður þá haldið áfram við endurnýjun eldri hluta hótelsins.
Myndir og nánari upplýsingar um Fosshótel Húsavík er að finna á vef fosshotel.is hér.
Myndir: fosshotel.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel18 klukkustundir síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni17 klukkustundir síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana