Uppskriftir
Spaghetti Bolognese
Bolognesesósa
500 gr nautahakk
2 msk olía
1 st laukur
100 gr sellery
100 gr gulrætur
3 sneiðar beikon
4 hvítlauksrif
½ tsk basil
½ tsk papriku krydd
½ tsk chili
1 tsk rósmarin
1 tsk flögusalt
2 msk tómatpúrra
680 gr tómatpassata
3 dl vatn
1 msk grænmetiskraftur
Aðferð
Góður pottur eða stór panna sett á eldavélina og hitað. Olían sett í pottinn ásamt grænmeti og beikoni og leyft að mýkjast. Grænmetinu ýtt til hliðar og hakkið sett útí ásamt kryddi og öllu blandað saman þar til kjötið er orðið brúnað. Þá er tómatpúrrunni ásamt tómat, vatni og krafti sett út.
Lokið sett á pottinn og leyft að malla í ca 1 klukkutíma og hrært í öðruhverju.
Gott er að bera sósuna fram með góðu pasta, salati og parmesanosti verði ykkur að góðu.
Pastadeig
300 gr hveiti
3 stór egg
1 msk olía
Aðferð
Allt sett í hrærivélaskál og hrært í 2 mín með k-járninu ( kitchen aid) og skipt yfir í krók og hnoðað í ca 8 mín þar til deigið er orðið samfelt þá er það pakkað inn og kælt niður.
Þetta deig er fyrir pastavél en einnig er hægt að fletja það út brjóta það saman og skera í lengjur.
Pottur með vatni settur á eldavélina smá salt, vatnið látið sjóða og pastalengjurnar settar út í og pastað soðið í ca 4 mín.

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari
Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari.
Instagram: @EddiKokkur
-
Markaðurinn5 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn5 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Pistlar2 dagar síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn5 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Vín, drykkir og keppni17 klukkustundir síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Markaðurinn4 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðanMatreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir






