Uppskriftir
Spaghetti Bolognese
Bolognesesósa
500 gr nautahakk
2 msk olía
1 st laukur
100 gr sellery
100 gr gulrætur
3 sneiðar beikon
4 hvítlauksrif
½ tsk basil
½ tsk papriku krydd
½ tsk chili
1 tsk rósmarin
1 tsk flögusalt
2 msk tómatpúrra
680 gr tómatpassata
3 dl vatn
1 msk grænmetiskraftur
Aðferð
Góður pottur eða stór panna sett á eldavélina og hitað. Olían sett í pottinn ásamt grænmeti og beikoni og leyft að mýkjast. Grænmetinu ýtt til hliðar og hakkið sett útí ásamt kryddi og öllu blandað saman þar til kjötið er orðið brúnað. Þá er tómatpúrrunni ásamt tómat, vatni og krafti sett út.
Lokið sett á pottinn og leyft að malla í ca 1 klukkutíma og hrært í öðruhverju.
Gott er að bera sósuna fram með góðu pasta, salati og parmesanosti verði ykkur að góðu.
Pastadeig
300 gr hveiti
3 stór egg
1 msk olía
Aðferð
Allt sett í hrærivélaskál og hrært í 2 mín með k-járninu ( kitchen aid) og skipt yfir í krók og hnoðað í ca 8 mín þar til deigið er orðið samfelt þá er það pakkað inn og kælt niður.
Þetta deig er fyrir pastavél en einnig er hægt að fletja það út brjóta það saman og skera í lengjur.
Pottur með vatni settur á eldavélina smá salt, vatnið látið sjóða og pastalengjurnar settar út í og pastað soðið í ca 4 mín.
![Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2021/01/eddi-kokkur-279x300.jpg)
Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari
Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari.
Instagram: @EddiKokkur
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Frétt5 dagar síðan
Veisluþjónusta án starfsleyfis: Matarsýkingar rekjanlegar til rangrar meðhöndlunar hjá veisluþjónustu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nýjustu Michelin-stjörnurnar í Bretlandi og Írlandi – Roux-fjölskyldan fagnar stórsigri
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita