Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Sónó flytur út og Plantan flytur inn

Birting:

þann

Plantan bistró kaffihús

Eigendur Plöntunnar eru þau Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Bernódus Óli Einarsson og Júlía Sif Liljudóttir, en þau reka einnig kaffihúsið Plantan sem staðsett er á Njálsgötu 64 í Reykjavík.

Frá árinu 2021 hefur grænkera-veitingastaðurinn Sónó matseljur dansað í takt við árstíðirnar í Norræna húsinu og yljað gesti með kryddum og jurtum úr nærumhverfinu, en útfærsla matarins á Sónó er líkastur ,,meze“ sem á uppruna sinn í Mið-Austurlöndum.

Nú hafa matseljurnar ákveðið að flytja sig um set og verður desembermánuður þeirra síðasti í Norræna húsinu.

Þær eru þó hvergi hættar og má vænta fregna fyrr en yfir lýkur.  Við mælum með jólaseðlinum í Norræna húsinu sem Sónó hefur sett saman fyrir desember, en hægt er að skoða matseðilinn með því að smella hér.

1. febrúar 2025 mun kaffihúsið Plantan taka við og opna bistró veitingastað í Norræna húsinu.  Plantan bistró mun bjóða upp á lítinn árstíðarbundin matseðil þar sem áhersla verður lögð á heilnæman og góðan mat, bakkelsi bakað á staðnum og gott kaffi. Allt á boðstólnum verður plöntumiðað og úrvalið mun rúlla aðeins þar sem sköpunargleði og breytileiki árstíða fær að njóta sín.

Eigendur Plöntunnar eru þau Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Bernódus Óli Einarsson og Júlía Sif Liljudóttir, en saman reka þau kaffihúsið á Njálsgötu 64 undir sama nafni Plantan.  Áherslurnar hjá Plöntunni í Norræna húsinu verða örlítið öðruvísi en á Njálsgötu en kjarninn sá sami.

Til gamans má geta að uppbókað er í jólahlaðborð Plöntunnar í ár á Njálsgötunni.  Matseðil er hægt að skoða á heimasíðunni plantankaffihus.is.

Plantan á Njálsgötunni opnaði í maí árið 2022, en staðurinn er hugmynd þriggja vina sem lengi hefur langað að opna sitt eigið kaffihús.  Þessir vinir eru þau, eins og fram hefur komið, Bernódus, Hrafnhildur og Júlía.  Þau eru öll grænkerar og fannst vanta grænkerakaffihús með heimabökuðu bakkelsi og góðum mat á höfuðborgarsvæðið.

Áherslan hjá þeim hefur ávallt verið á vandaðan og góðan grænkera mat og bakkelsi úr ferskum hráefnum.

Myndir aðsendar: Norræna húsið / Plantan bistró

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið