Smári Valtýr Sæbjörnsson
Sómi kaupir Þykkvabæjarkartöflur | Kaupverðið er trúnaðarmál
Sómi hefur fest kaup á Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar hf. með þeim fyrirvara að Samkeppniseftirlitið heimili kaupin.
Það hefur verið skrifað undir kaupsamning en beðið er eftir samþykki Samkeppniseftirlits,
segir Alfreð Hjaltalín, framkvæmdastjóri Sóma í samtali við visir.is.
Alfreð á ekki von á því að gera verulegar breytingar á rekstri fyrirtækisins.
Ætlun okkar er að reka þetta áfram í óbreyttri mynd,
segir hann.
Alfreð segir kaupverðið trúnaðarmál en send verði út tilkynning með nánari upplýsingum þegar kaupin verða formlega gengin í gegn.
Þykkvabæjar hafði verið í söluferli hjá KPMG frá því í vor. Nokkrir aðilar sýndu áhuga á að kaupa fyrirtækið. Viðskiptablaðið greindi frá því að Íslensk ameríska hefði skoðað að kaupa fyrirtækið en ekkert varð úr.
Hluthafar Þykkvabæjar eru á fjórða tug. Fyrirtækið hefur sérhæft sig á síðustu árum í fullvinnslu á kartöflum til neytenda. Rúmlega tuttugu starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu. Hagnaður þess var 13 milljónir króna árið 2013.
Greint frá á visir.is.
Mynd: úr safni

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu