Freisting
Soho í Keflavík lokar
Nú hefur veitingastaðnum Soho verið lokað. Örn Garðarsson matreiðslumeistari og eigandi veitingastaðarins Soho segir að allt eigi að seljast, hvort sem allt í sitthvoru lagi eða gera tilboð í allann pakkann og halda áfram með reksturinn. Svo til allt fyrir veitingahús er til sölu, þ.e.a.s. tæki, tól, áhöld, borð, stóla, diska, hnífapör og margt fleira. Allt er til sýnis á staðnum á mánudaginn 31 okt og þriðjudaginn 1 nóv. frá kl 14- 18, við Hafnargötu 61 – 230 Keflavík. Hafið samband ef að þessir tímar passa ekki. Örn segir að ekki verður tekið við ávísanir, heldur er eingöngu peningar eða greiðslukort. Allt á að seljast. Hægt er að fá grófann lista yfir það sem í boði sendan með tölvupósti. Aðspurður um hvað áframhaldið verði hjá Erni „Ég verð næstu 2 mánuði á Ránni í Keflavík að sjá um jólahlaðborðið, allt óráðið hvað ég geri eftir jól. Hægt er að ná í Örn í síma 421-5600 / 692-0200 eða tölvupósti: [email protected]
|
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt4 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun2 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF