Vertu memm

KM

Söguleg stund á þorrafundi Klúbbs Matreiðslumeistara

Birting:

þann


Ib Wessman, Bragi Ingason og Hörður Héðinsson

Þorrafundur Klúbbs Matreiðslumeistara hófst í nýju eldhúsi hjá Múlakaffi veisluréttir sem hefur sett á laggirnar í húsnæði við hliðina á Múlakaffi að baka til.  Boðið var upp á pinnamat og til að skola því niður, á svæðinu var sonur óbyggðanna hinn eini sanni þorrakóngur Jóhannes G Stefánsson og bíspertur að vanda.

Kl 19°° var öllum hóað í bíla og ekið að ferjulaginu fyrir Viðeyjarferjuna, siglt yfir í eyju og um áttaleitið var fundur settur.  Fyrst voru venjuleg fundarstörf, en svo kom að sögulegri stund þegar 27 nýir meðlimir voru teknir inn þar af 26 að norðan en þeir mynda Akureyrardeild KM.

Svo skemmtilega vildi til að báðir heiðursfélagar KM þeir Ib Wessman og Bragi Ingason voru á staðnum við þessi sögulegu tímamót en þeir tveir eru báðir ásamt Kristjáni Sæmundssyni sem einnig var hluti af þeim níu sem stofnuðu KM 1972 og að sjálfsögðu leiddi Ib Wessman þann hóp.

Síðan var snæddur þorramatur a´la Múlakaffi og gerðu menn honum góð skil enda ekki von á öðru þegar kóngurinn og hans fólk á hlut að máli.

Síðan sögðu þrír heldri menn frá ferli sínum í faginu en það voru þeir Ib Wessman, Bragi Ingason og Úlfar Eysteinsson sem var gestur KM þetta kvöldið.

Í lokin fengu gestir kvöldsins þau Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir frá Landnámssetrinu í Borgarnesi sviðið og sögðu okkur frá hvernig þau leiddust inn í veitingageirann og um uppbyggingu þeirra í Borgarnesi og var bæði fróðlegt og skemmtilegt að hlýða á þau

Fundi slitið.

Mættir voru um 40 meðlimir.

Smellið á eftirfarandi vefslóð til að skoða myndir frá fundinum og eru þetta tvö myndasöfn, þ.e. Múlakaffi og Viðey.

www.freisting.is/myndagalleri/public.asp?public_user=1

/Sverrir

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið