Markaðurinn
SocChef – nýtt vörumerki hjá Danól
SocChef er spænskt fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var fyrir meira en 20 árum síðan í grennd við Barcelona. SocChef sérhæfir sig í sérhæfðum vörum fyrir fagfólk í veitingageiranum, svo sem ýmis konar hleypiefnum og íblöndunarefnum ásamt frostþurrkuðum berjum og öðru spennandi.
Allar vörurnar frá SocChef eru 100% náttúrulegar og hægt er að staðfesta uppruna þeirra. SocChef á í nánu samstarfi við Martín Beasategui , sem er kokkur frá San Sebastián í Baskahéraði á Spáni.
Hann á þónokkra veitingastaði, sem hafa hlotið alls 12 Michelin stjörnur. Martín kemur að þróun vara, veitir ráðgjöf og gætir þess að gæði varanna uppfylli ítrustu kröfur veitingastaða og bakaría í hæsta klassa.
Þú getur lesið meira um vörumerkið og kynnt þér úrvalið með því að smella hér.
Hafið endilega samband við ykkar sölumann eða hafið samband í síma 595-8000 fyrir frekari upplýsingar. Við minnum einnig á vefverslunina okkar, www.vefverslun.danol.is.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu






