Markaðurinn
SocChef – nýtt vörumerki hjá Danól
SocChef er spænskt fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var fyrir meira en 20 árum síðan í grennd við Barcelona. SocChef sérhæfir sig í sérhæfðum vörum fyrir fagfólk í veitingageiranum, svo sem ýmis konar hleypiefnum og íblöndunarefnum ásamt frostþurrkuðum berjum og öðru spennandi.
Allar vörurnar frá SocChef eru 100% náttúrulegar og hægt er að staðfesta uppruna þeirra. SocChef á í nánu samstarfi við Martín Beasategui , sem er kokkur frá San Sebastián í Baskahéraði á Spáni.
Hann á þónokkra veitingastaði, sem hafa hlotið alls 12 Michelin stjörnur. Martín kemur að þróun vara, veitir ráðgjöf og gætir þess að gæði varanna uppfylli ítrustu kröfur veitingastaða og bakaría í hæsta klassa.
Þú getur lesið meira um vörumerkið og kynnt þér úrvalið með því að smella hér.
Hafið endilega samband við ykkar sölumann eða hafið samband í síma 595-8000 fyrir frekari upplýsingar. Við minnum einnig á vefverslunina okkar, www.vefverslun.danol.is.
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






