Markaðurinn
SocChef – nýtt vörumerki hjá Danól
SocChef er spænskt fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var fyrir meira en 20 árum síðan í grennd við Barcelona. SocChef sérhæfir sig í sérhæfðum vörum fyrir fagfólk í veitingageiranum, svo sem ýmis konar hleypiefnum og íblöndunarefnum ásamt frostþurrkuðum berjum og öðru spennandi.
Allar vörurnar frá SocChef eru 100% náttúrulegar og hægt er að staðfesta uppruna þeirra. SocChef á í nánu samstarfi við Martín Beasategui , sem er kokkur frá San Sebastián í Baskahéraði á Spáni.
Hann á þónokkra veitingastaði, sem hafa hlotið alls 12 Michelin stjörnur. Martín kemur að þróun vara, veitir ráðgjöf og gætir þess að gæði varanna uppfylli ítrustu kröfur veitingastaða og bakaría í hæsta klassa.
Þú getur lesið meira um vörumerkið og kynnt þér úrvalið með því að smella hér.
Hafið endilega samband við ykkar sölumann eða hafið samband í síma 595-8000 fyrir frekari upplýsingar. Við minnum einnig á vefverslunina okkar, www.vefverslun.danol.is.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Konudagstilboð