Markaðurinn
SocChef – nýtt vörumerki hjá Danól
SocChef er spænskt fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var fyrir meira en 20 árum síðan í grennd við Barcelona. SocChef sérhæfir sig í sérhæfðum vörum fyrir fagfólk í veitingageiranum, svo sem ýmis konar hleypiefnum og íblöndunarefnum ásamt frostþurrkuðum berjum og öðru spennandi.
Allar vörurnar frá SocChef eru 100% náttúrulegar og hægt er að staðfesta uppruna þeirra. SocChef á í nánu samstarfi við Martín Beasategui , sem er kokkur frá San Sebastián í Baskahéraði á Spáni.
Hann á þónokkra veitingastaði, sem hafa hlotið alls 12 Michelin stjörnur. Martín kemur að þróun vara, veitir ráðgjöf og gætir þess að gæði varanna uppfylli ítrustu kröfur veitingastaða og bakaría í hæsta klassa.
Þú getur lesið meira um vörumerkið og kynnt þér úrvalið með því að smella hér.
Hafið endilega samband við ykkar sölumann eða hafið samband í síma 595-8000 fyrir frekari upplýsingar. Við minnum einnig á vefverslunina okkar, www.vefverslun.danol.is.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni3 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana