Vertu memm

Freisting

Snefilefnin fundin sem gera ólívuolíu heilsusamlega

Birting:

þann

Spænskir vísindamenn segjast hafa borið kennsl á snefilefnin í ólívuolíu sem gera að verkum að hún er mjög holl fyrir hjartað. Um er að ræða samefni er kallast fenól, en þau eru bólgu-, æðastíflu- og þráavari. Áhrifa efnanna gætir mest í jómfrú- og frumjómfrúolíu, vegna þess að þar er mest af þeim, að því er fram kemur í Journal of the American College of Cardiology.

Frá þessu greinir fréttavefur breska ríkisútvarpsins, BBC.

Vísindamennirnir báru saman áhrifin af neyslu fenólríkrar ólívuolíu og olíu sem megnið af fenólinu hafði verið numið úr. Var tilraunin gerð á 21 sjálfboðaliða með hátt blóðfituhlutfall, sem er þekktur áhættuþáttur hjartaáfalla.

Til að athuga áhrif mataræðis á æðakerfið mældu vísindamennirnir getu æðanna í sjálfboðaliðunum til að bregðast við snöggum breytingum á blóðflæði í fingrunum. Var þetta gert með því að blása upp smeyginn á blóðþrýstingsmæli og hleypa síðan loftinu úr honum. Hæg viðbrögð æðakerfisins við prófun sem þessari eru talin merki um hættu á hjarta- og æðasjúkdómum og geta einnig komið fram rétt eftir neyslu fituríks matar.

Viðbrögð æðanna jukust fyrstu klukkustundirnar eftir neyslu fenólríks matar. Þessi viðbragðaaukning tengdist auknu magni nituroxíðs, sem sér um að víkka æðar, og minna sýringarálagi, en með því raskast efnaskiptajafnvægið í frumum þegar þær komast í snertingu við efni sem leiða til uppsöfnunar sindurefna er geta skemmt frumurnar.

Dr Francisco Perez Jiminez, við Reina Sofia háskólasjúkrahúsið í Cordoba, einn höfunda rannsóknarinnar, sagði: „Við teljum að í ljósi niðurstaðnanna megi rekja sjáanlega heilsubót til minnkunnar sýringarálags og aukins magns nituroxíðs.“

Greint frá á mbl.is

 

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið