Viðtöl, örfréttir & frumraun
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna

Norsku konungshjónin, Sonja og Haraldur (Ljósmynd: Jorgen Gomnæs) og forsetahjón Íslands Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason (Ljósmynd: Aldís Pálsdóttir)
Samsett mynd: forseti.is
Forsetahjónin hófu í morgun þriggja daga ríkisheimsókn til Noregs, þar sem þau munu dvelja bæði í Ósló og Þrándheimi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, taka einnig þátt í dagskrá heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd og viðskiptasendinefnd.
Gestgjafar forsetahjónanna eru Haraldur V. konungur og Sonja drottning, ásamt Hákoni krónprinsi og Mette-Marit krónprinsessu. Elsta dóttir þeirra, Ingrid Alexandra prinsessa, tekur auk þess þátt í sinni fyrstu ríkisheimsókn. Þrjár kynslóðir norsku konungsfjölskyldunnar verða því viðstaddar móttökuathöfn forsetahjónanna við Óslóarhöll.
Á vef Forseta Íslands kemur fram í tilkynningu að samhliða heimsókninni ferðast viðskiptasendinefnd til Noregs með fulltrúum um 40 íslenskra fyrirtækja. Þau taka þátt í hluta dagskrár með forseta og konungi, ásamt fulltrúum úr norsku viðskiptalífi. Sendinefndin er skipulögð af Íslandsstofu í samvinnu við Innovation Norway, Norsk-íslenska viðskiptaráðið, Grænvang, Íslenska sjávarklasann og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.
Megináhersla viðskiptahluta heimsóknarinnar er að styrkja tvíhliða samstarf þjóðanna með því að styðja við sjálfbæra nýsköpun í bláa og græna hagkerfinu – þ.e. í sjávarútvegi og grænum orkuskiptum.
Snædís, Marlís og Hafliði elduðu fyrir forsetann og gesti hans

Snædís Xyza Mae Ocampo, Hafliði Halldórsson, Marlís Jóna Þórunn Karlsdóttir og Halla Tómasdóttir
Mynd: aðsend / Hafliði Halldórsson
Með í för eru Snædís Xyza Mae Ocampo, landsliðsþjálfari Kokkalandsliðsins, Marlís Jóna Þórunn Karlsdóttir, matreiðslunemi ársins 2025, og Hafliði Halldórsson, matreiðslumeistari. Þau sáu um matseldina við hátíðarkvöldverð í íslenska sendiráðinu sem Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt í gær.
Matseðill kvöldsins var glæsilegur og undirstrikaði gæði íslenskrar matargerðar:
Forréttur:
Steiktur íslenskur þorskur með gúrku- og eplasalati, Hollandaise-sósu og ferskum jurtum.
Aðalréttur:
Grillaður íslenskur lambahryggvöðvi með kartöflumauki, steiktum Shiitake-sveppum, Bok Choy, Feyki og lamba soðsósu.
Eftirréttur:
Skyrganache með aðalbláberja compote og bökuðu hvítu súkkulaði.
Ríkisheimsókninni lýkur í Þrándheimi síðdegis 10. apríl og snúa forsetahjónin heim til Íslands að kvöldi fimmtudagsins.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn7 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn7 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya





