Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna

Birting:

þann

Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna

Norsku konungshjónin, Sonja og Haraldur (Ljósmynd: Jorgen Gomnæs) og forsetahjón Íslands Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason (Ljósmynd: Aldís Pálsdóttir)
Samsett mynd: forseti.is

Forsetahjónin hófu í morgun þriggja daga ríkisheimsókn til Noregs, þar sem þau munu dvelja bæði í Ósló og Þrándheimi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, taka einnig þátt í dagskrá heimsóknarinnar ásamt opinberri sendinefnd og viðskiptasendinefnd.

Gestgjafar forsetahjónanna eru Haraldur V. konungur og Sonja drottning, ásamt Hákoni krónprinsi og Mette-Marit krónprinsessu. Elsta dóttir þeirra, Ingrid Alexandra prinsessa, tekur auk þess þátt í sinni fyrstu ríkisheimsókn. Þrjár kynslóðir norsku konungsfjölskyldunnar verða því viðstaddar móttökuathöfn forsetahjónanna við Óslóarhöll.

Á vef Forseta Íslands kemur fram í tilkynningu að samhliða heimsókninni ferðast viðskiptasendinefnd til Noregs með fulltrúum um 40 íslenskra fyrirtækja. Þau taka þátt í hluta dagskrár með forseta og konungi, ásamt fulltrúum úr norsku viðskiptalífi. Sendinefndin er skipulögð af Íslandsstofu í samvinnu við Innovation Norway, Norsk-íslenska viðskiptaráðið, Grænvang, Íslenska sjávarklasann og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.

Megináhersla viðskiptahluta heimsóknarinnar er að styrkja tvíhliða samstarf þjóðanna með því að styðja við sjálfbæra nýsköpun í bláa og græna hagkerfinu – þ.e. í sjávarútvegi og grænum orkuskiptum.

Snædís, Marlís og Hafliði elduðu fyrir forsetann og gesti hans

Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna

Snædís Xyza Mae Ocampo, Hafliði Halldórsson, Marlís Jóna Þórunn Karlsdóttir og Halla Tómasdóttir
Mynd: aðsend / Hafliði Halldórsson

Með í för eru Snædís Xyza Mae Ocampo, landsliðsþjálfari Kokkalandsliðsins, Marlís Jóna Þórunn Karlsdóttir, matreiðslunemi ársins 2025, og Hafliði Halldórsson, matreiðslumeistari. Þau sáu um matseldina við hátíðarkvöldverð í íslenska sendiráðinu sem Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hélt í gær.

Matseðill kvöldsins var glæsilegur og undirstrikaði gæði íslenskrar matargerðar:

Forréttur:
Steiktur íslenskur þorskur með gúrku- og eplasalati, Hollandaise-sósu og ferskum jurtum.

Aðalréttur:
Grillaður íslenskur lambahryggvöðvi með kartöflumauki, steiktum Shiitake-sveppum, Bok Choy, Feyki og lamba soðsósu.

Eftirréttur:
Skyrganache með aðalbláberja compote og bökuðu hvítu súkkulaði.

Ríkisheimsókninni lýkur í Þrándheimi síðdegis 10. apríl og snúa forsetahjónin heim til Íslands að kvöldi fimmtudagsins.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið smari@veitingageirinn.is Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið

Veitingageirinn.is - Allt um veitingageirann - Fréttavefur um mat og vín - Netfang: frettir@veitingageirinn.is
RSS - Molar