Viðtöl, örfréttir & frumraun
Smag på kunsten 2009 2. hluti; Af striga á disk
Eitt af verkefnum íslenska landsliðsins í matreiðslu var að skapa rétt eftir þekktu listaverki en það er eitt af megin þema hátíðarinnar og útkoman oft mjög hressandi eins og má sjá af meðfylgjandi myndum af rétti danska landsliðsmannsins og Íslands vininum Allan Poulsen.
Íslenska liðið fékk verk eftir Asger Jorn sem var einn merkasti listamaður Dana á 20.öld og fengu 45 mínútur til að lýsa verkinu á disk og átti að sækja bæði liti og form í upprunalegt verk Asgers. Skemmtilegt þema sem er eitt af aðal viðfangsefnum hátíðarinnar sem haldin er annað hvert ár í Árósum, að fá matreiðslumenn til að túlka eigin upplifun af klassískri nútímalist með sínum miðli sem er matur á disk, þó sumir hafi farið frjálslega með það hugtak.
Fleira tengt efni: Listin smökkuð til
Strákarnir okkar skiluðu sinni útgáfu af Asger Jorn stórkostlega með tilvísun í mósaík stein verkið sem verkið er gert úr, í disknum sem ber réttinn. Auk fjölda annarra tilvísana í liti og form verksins.
Vonandi að þessi hátíð sem nú hefur verið haldin tvisvar sinnum stækki og magnist á komandi árum enda verðugur vettvangur til að lyfta matargerð á æðra plan og setja á stall með hefðbundni listsköpun.
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






