Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Smag på kunsten 2009 2. hluti; Af striga á disk

Birting:

þann

Eitt af verkefnum íslenska landsliðsins í matreiðslu var að skapa rétt eftir þekktu listaverki en það er eitt af megin þema hátíðarinnar og útkoman oft mjög hressandi eins og má sjá af meðfylgjandi myndum af rétti danska landsliðsmannsins og Íslands vininum Allan Poulsen.

Íslenska liðið fékk verk eftir Asger Jorn sem var einn merkasti listamaður Dana á 20.öld og fengu 45 mínútur til að lýsa verkinu á disk og átti að sækja bæði liti og form í upprunalegt verk Asgers. Skemmtilegt þema sem er eitt af aðal viðfangsefnum hátíðarinnar sem haldin er annað hvert ár í Árósum, að fá matreiðslumenn til að túlka eigin upplifun af klassískri nútímalist með sínum miðli sem er matur á disk, þó sumir hafi farið frjálslega með það hugtak.

Fleira tengt efni: Listin smökkuð til

Strákarnir okkar skiluðu sinni útgáfu af Asger Jorn stórkostlega með tilvísun í mósaík stein verkið sem verkið er gert úr, í disknum sem ber réttinn.  Auk fjölda annarra tilvísana í liti og form verksins.

Vonandi að þessi hátíð sem nú hefur verið haldin tvisvar sinnum stækki og magnist á komandi árum enda verðugur vettvangur til að lyfta matargerð á æðra plan og setja á stall með hefðbundni listsköpun.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið