Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Slow Food á Norðurlöndunum á leið til Ítalíu – Dóra Svavars matreiðslumeistari tekur þátt fyrir hönd Íslands

Birting:

þann

Slow Food á Norðurlöndunum á leið til Ítalíu - Dóra Svavars matreiðslumeistari tekur þátt fyrir hönd Ísland

Sendinefnd með um 40 manns frá Norðurlöndunum eru á leið til Ítalíu til taka þátt í ráðstefnunni Terra Madre Salone del Gusto.

Viðburðurinn verður haldinn dagana 26. – 30. september í Parco Dora í Tórínó á Ítalíu og munu fulltrúar og aðgerðarsinnar Slow Food frá 120 löndum sameina krafta sína með það að markmiði að breyta matvælakerfum.

Slow Food fulltrúarnir frá Danmörku, Færeyjum, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð koma frá mjög ólíkum löndum en eiga þó ýmislegt sameiginlegt í áskorunum sínum varðandi ofnýtingu auðlinda og þörf fyrir breytingar á iðnvæddum matvælakerfum. Á sama tíma endurspegla þessi lönd dæmi um nýsköpun í matargerð, staðbundna þekkingu á matvælaframleiðslu og sjálfbæra framleiðsluhætti.

Formaður og alþjóðlegur fulltrúi Norðurlandanna er Jannie Vestergaard, en um hátíðina hefur hún þetta að segja;

„Ég er ákaflega stolt að vera hluti af alþjóðlegu Slow Food samtökunum, og að vera fulltrúi sendinefndar sem tekur þátt í Terra Madre Salone del Gusto sem í ár fagnar 20 ára afmæli!

Ég er viss um að, fólkið á hátíðinni sem er með bakgrunn í ólíkum menningarheimum, tungumálum og siðum, munu öll snúa heim reynslunni ríkari og full eldmóðs til að ná markmiðum í starfsemi okkar og kappkosta við að skapa bjartari framtíð á plánetunni okkar.“

Jannie Vestergaard mun taka þátt með því að flytja erindi á Slow Fish ráðstefnunni „What happens beneath the surface“, þar sem hún kynnir verkefni í endurnýjanlegu fiskeldi í hafi á Norðurlöndunum.

Magnus Nilsson

Magnus Nilsson

Fyrir hönd Svíþjóðar kemur Magnus Nilsson, michelin kokkur, framkvæmdarstjóri Curt Bergfors Foundation og Food Planet Prize. Magnus rak áður Michelin stjörnu veitingastaðinn Fäviken Magasinet í Järpen. Hann rekur einnig eplaræktun og framleiðir eplasafa í Suður Svíþjóð. Erica Miller-Herren er meðlimur í Slow Food hópi og hefur verið bóndi frá unglingsaldri.  Hún er með meistaragráðu í vistrækt frá Landbúnaðarháskóla Svíþjóðar.

Hún vinnur hjá Community Supported Agriculture við að styðja við bakið á grasrótarverkefnum og skapa tengsl milli einstaklinga og hópa sem starfa með félagslega velferð, matvæli og landbúnað. Hún er sérfræðingur í frækornafjölbreytni; og Gertrud Edström, sérfræðingur í dýrafóðri og leiðtogi samkomunnar Slow Food Gästrikland, sem mun stýra umræðu um vistræktunarstarfshætti í dýrafóðri og uppskeru í villtri náttúru í samvinnu við fulltrúa Vild Mad, frá Danmörku.

Kynningarmyndband

Curt Bergfors Food Planet-verðlaunin (Svíþjóð) taka þátt í Terra Madre, en þetta eru stærstu umhverfisverðlaun heims og eru veitt verðlaun árlega að verðmæti 2 milljónum bandaríkjadala. Food Planet-verðlaunin styðja frumkvæði sem draga verulega úr umhverfisáhrifum af því hvernig við borðum – því engin önnur mannleg athöfn reynir meira á umhverfið og að hætta að borða er einfaldlega ekki valkostur.

Ólíkt flestum öðrum verðlaunum, fjalla Food Planet-verðlaunin um framtíðaráhrif frekar en fyrri velgengni. Það er aðeins hægt að gefa út til verkefna sem vinna innan matvælakerfa. Hver sem er getur tilnefnt framtak og er tekið við tilnefningunum allt árið í gegnum vefsíðu Food Planet Prize www.foodplanetprize.org.

Frá Finnlandi kemur  William LaFleur, meðlimur samkomunnar Slow Food Helsinki, en hann er mannfræðingur og stjórnmálavistfræðingur.

Noregur sendir, meðal annarra, sendinefnd frá samkomunni Slow Food Bergen sem stendur fyrir áhugaverðum viðburðum fyrir matjurtargarða og í tengslanetinu Slow Fish Network.

Dóra Svavarsdóttir

Dóra Svavarsdóttir

Frá Íslandi kemur Dóra Svavarsdóttir, kokkur, kennari og matvælaaðgerðasinni og tekur hún þátt í umræðum um vistræktunarstarfshætti og uppskeru í villtri náttúru.

Betina Bergmann frá Danmörku er aðalinnkaupafulltrúi hjá sveitarfélaginu Kaupmannahöfn; hún hefur yfirráð yfir innkaupum á sjálfbærum og lífrænum matvælum fyrir 900 eldhús á vegum hins opinbera í borginni. Hún er einnig meðlimur EU Stakeholder Expert Group on Public Procurement og heldur erindi á ráðstefnunni The living city: Nature in urban ecosystems.

Í Slow Food Farm area, eitt af aðal svæðunum á Terra Madre 2024 sem er tileinkað vistræktun, verður mikið úrval af erindum og viðburðum þar sem norrænir fulltrúar taka þátt, auk þess sem hægt verður að smakka ýmis matvæli eins og t.d. jurtate úr villtum jurtum og íslenskt lambakjöt. Það verður einnig boðið uppá Smökkunarvinnusmiðju um dýrafóður þar sem (meðal annars) verður undirbúinn þararéttur frá Íslandi.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið