Viðtöl, örfréttir & frumraun
“SLIPPURINN: recipes and stories” kemur út á vegum Phaidon í október útum allan heim
“SLIPPURINN: recipes and stories” er fyrsta bók Gísla Matthíasar Auðunssonar yfirmatreiðslumeistara Slippsins en hann rekur staðinn ásamt fjölskyldu sinni Katrínu Gísladóttur, Auðunni Arnari Stefnissyni og Indíönu Auðunsdóttur.
Bókin segir frá sögu og hugmyndafræði veitingastaðarins Slippsins sem nú er opin fyrir 10 tímabilið sitt og verða yfir 100 uppskriftir í henni bæði fjölbreyttur matur og drykkir þar sem notast er við bæði staðbundið og árstíðarbundið hráefni.
Nicholas Gill skrifar bókina með Gísla og farið er vel yfir matarkistu Vestmannaeyja auk sagna frá veitingastaðnum. Bókin er vel myndskreytt með glæsilegum ljósmyndum frá Karl Petersson sem sá um matarljósmyndun og Gunnari Frey Gunnarsyni sem sá um landslagsmyndir. Einnig eru handteiknaðar myndir frá Renata Feizaka listakonu og gamlar ljósmyndir frá Sigurgeiri Jónassyni frá Vestmannaeyjum.
Hægt er að forpanta bókina á vefsíðu Phaidon.
Myndir: aðsendar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Frétt4 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði