Viðtöl, örfréttir & frumraun
“SLIPPURINN: recipes and stories” kemur út á vegum Phaidon í október útum allan heim
“SLIPPURINN: recipes and stories” er fyrsta bók Gísla Matthíasar Auðunssonar yfirmatreiðslumeistara Slippsins en hann rekur staðinn ásamt fjölskyldu sinni Katrínu Gísladóttur, Auðunni Arnari Stefnissyni og Indíönu Auðunsdóttur.
Bókin segir frá sögu og hugmyndafræði veitingastaðarins Slippsins sem nú er opin fyrir 10 tímabilið sitt og verða yfir 100 uppskriftir í henni bæði fjölbreyttur matur og drykkir þar sem notast er við bæði staðbundið og árstíðarbundið hráefni.
Nicholas Gill skrifar bókina með Gísla og farið er vel yfir matarkistu Vestmannaeyja auk sagna frá veitingastaðnum. Bókin er vel myndskreytt með glæsilegum ljósmyndum frá Karl Petersson sem sá um matarljósmyndun og Gunnari Frey Gunnarsyni sem sá um landslagsmyndir. Einnig eru handteiknaðar myndir frá Renata Feizaka listakonu og gamlar ljósmyndir frá Sigurgeiri Jónassyni frá Vestmannaeyjum.
Hægt er að forpanta bókina á vefsíðu Phaidon.
Myndir: aðsendar
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti