Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Slippurinn opnar krúttlegan matarvagn
Nýr matarvagn hefur verið opnaður í Vestmannaeyjum sem heitir Slippurinn og er það fjölskyldan á bak við Slippinn sem eru rekstraraðilar.
„Litli dúllu matarvagninn okkar opnaði í dag sem elsku pabbi er búinn að vera gera upp til hliðar við strandveiðarnar sem hófust í byrjun maí. Það er frekar einstakt að vagninn opnar á sjálfri sjómannadagshelginni.“
Segir í tilkynningu frá Slippnum.
Á boðstólnum eru þorskvængir, fisk og franskar og sósur með, og allt gert frá grunni af ást og alúð, eins og þeim einum er lagið. Þegar komið er meiri reynsla á vagninn, þá má vænta fleiri rétti á matseðilinn.
Vagninn verður staðsettur á Vigtartorginu í sumar og kokkurinn Mario mun standa vaktina og taka á móti fólki með bros á vör.
- Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari
- Kokkurinn Mario klár í slaginn
Myndir: facebook / Slippurinn
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni5 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn5 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup








