Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Slippurinn opnar krúttlegan matarvagn
Nýr matarvagn hefur verið opnaður í Vestmannaeyjum sem heitir Slippurinn og er það fjölskyldan á bak við Slippinn sem eru rekstraraðilar.
„Litli dúllu matarvagninn okkar opnaði í dag sem elsku pabbi er búinn að vera gera upp til hliðar við strandveiðarnar sem hófust í byrjun maí. Það er frekar einstakt að vagninn opnar á sjálfri sjómannadagshelginni.“
Segir í tilkynningu frá Slippnum.
Á boðstólnum eru þorskvængir, fisk og franskar og sósur með, og allt gert frá grunni af ást og alúð, eins og þeim einum er lagið. Þegar komið er meiri reynsla á vagninn, þá má vænta fleiri rétti á matseðilinn.
Vagninn verður staðsettur á Vigtartorginu í sumar og kokkurinn Mario mun standa vaktina og taka á móti fólki með bros á vör.
Myndir: facebook / Slippurinn
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði