Uppskriftir
Skyrmiso
Hráefni
3 stk. matarlímsblöð
300 ml mjólk
100 g sykur
170 g skyr
250 ml rjómi
Hunang eða sykur á berin (má sleppa)
Vanilla (má sleppa)
Þetta frauð er einstaklega ferskt og fer vel með berjum, eða kaffi.
Skraut
(Ber)
300 ml kaffi
100 g svampbotn
100 kakóduft
Aðferð
Leggjum matarlímið í bleyti í kalt vatn í smá stund. Setjum 100 ml af mjólkinni (og vanillu) og sykurinn í pott og hitum. Tökum pottinn af hitanum, setjum matarlímið út í og hrærum þar til það er bráðnað. Hrærum saman skyrið og afganginn af mjólkinni, þeytum rjómann og blöndum varlega saman við.
Blöndum svo saman við matarlímið og setjum í ílát eftir smekk og framreiðum með kaffibleyttum svampbotnum eða bara ferskum berjum.
Kakóduft stráð yfir til skrauts.
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun23 klukkustundir síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin