Uppskriftir
Skyrmiso
Hráefni
3 stk. matarlímsblöð
300 ml mjólk
100 g sykur
170 g skyr
250 ml rjómi
Hunang eða sykur á berin (má sleppa)
Vanilla (má sleppa)
Þetta frauð er einstaklega ferskt og fer vel með berjum, eða kaffi.
Skraut
(Ber)
300 ml kaffi
100 g svampbotn
100 kakóduft
Aðferð
Leggjum matarlímið í bleyti í kalt vatn í smá stund. Setjum 100 ml af mjólkinni (og vanillu) og sykurinn í pott og hitum. Tökum pottinn af hitanum, setjum matarlímið út í og hrærum þar til það er bráðnað. Hrærum saman skyrið og afganginn af mjólkinni, þeytum rjómann og blöndum varlega saman við.
Blöndum svo saman við matarlímið og setjum í ílát eftir smekk og framreiðum með kaffibleyttum svampbotnum eða bara ferskum berjum.
Kakóduft stráð yfir til skrauts.
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Keppni5 dagar síðan
Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?