Bocuse d´Or
Skylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi

Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, Bocuse d’Or kandídat Íslands.
Mynd: facebook / Bocuse d´or Iceland Team Snædís Xyza
Hráefnið í „Theme on Plate“ forkeppninni á Bocuse d’Or er nú komið í hús en Bocuse d’Or nefndin birti í gær formlega tilkynningu um skylduhráefni á disk, en keppnin fer fram í Marseille 15. – 16. mars 2026.
Um er að ræða klassískt „surf and turf“ þema þar sem saman fara hráefni úr hafi og landi og gerir keppendum kleift að sýna bæði tæknilega færni og skýra hugmyndafræði í framsetningu og bragði.
Reglur „Theme on Plate“ gera ráð fyrir einni surf and turf samsetningu þar sem skylduhráefni eru Cuttlefish og Camargue-nautalund með AOP-vottun. Diskurinn er ætlaður fyrir 14 manns. Allt skylduhráefni þarf að vera fullunnnið og greinilega auðkennanlegt bæði í útliti og bragði. Hlutfallið á diskinum er jafnt, 50 prósent Cuttlefish og 50 prósent nautalund. Hvítlaukur og ólífuolía eru einnig skylduhráefni, þó keppendur hafi frjálsar hendur um tegund og magn. Engin önnur sambærileg hráefni mega koma í stað þeirra sem skilgreind eru í reglum keppninnar.
Skylduhráefnið í keppninni á fati eru Red Gurnard fiskur, ígulker, baby fjólublár ætiþistill og kjúklingabaunir. Hráefnin þurfa að vera greinilega auðkennanleg bæði í útliti og bragði og eru þau lögð til af Bocuse d’Or nefndinni samkvæmt keppnisreglum. Íslenska Bocuse d’Or teymið hefur þegar verið að vinna markvisst með þetta hráefni og æft samsetningu í nær tvo mánuði.

Íslenska Bocuse d´Or teymið
Sigurður Helgason þjálfari, Marlís Jóna Karlsdóttir aðstoðarmaður, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir Bocuse d’Or kandídat Íslands og Viktor Örn Andrésson er í dómnefnd keppninnar sem fulltrúi Íslands.
Mynd: Þráinn Freyr Vigfússon
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, Bocuse d’Or kandídat Íslands, greinir frá því í tilkynningu sem birt var í nýstofnuðum Facebook-hópi að fyrsta formlega tímaæfing liðsins fari fram 7. janúar. Þar mun teymið leggja áherslu á hraða, nákvæmni og endanlega útfærslu í samræmi við ströng skilyrði keppninnar.
Undirbúningur íslenska liðsins er því kominn á fullt skrið og ljóst að næstu vikur verða lykilatriði í að fínstilla hugmyndir, bragðsamsetningar og framsetningu fyrir fyrstu tímaæfinguna í einni virtustu matreiðslukeppni heims.
Yfirlit yfir reglur og skylduhráefni á disk
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Pistlar1 dagur síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanVeitingarekstur á KEF varð ósjálfbær – Reksturinn skilaði milljarðatapi
-
Keppni3 dagar síðanCoffee & Cocktails hreppti 1. sætið í Old Fashioned keppninni
-
Markaðurinn5 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar










