Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Skúli opnar hótel á gamla varnarliðssvæðinu í Reykjanesbæ
Félagið TF-KEF hefur fest kaup á þremur fasteignum sem áður voru í eigu bandaríska hersins á gamla varnarliðssvæðinu á Suðurnesjum. Félagið kaupir eignirnar af Kadeco, rekstrarfélagi svæðisins. Félagið TF-KEF er í eigu Títan fasteigna, systurfélags Títan fjárfestingafélags, sem er í eigu Skúla Mogensen.
Um er að ræða þrjár blokkir sem eru um það bil 6.500 fermetrar en tvær þeirra verða nýttar undir hótelrekstur. Sú þriðja verður í langtímaleigu og er nú verið að standsetja þar 24 íbúðir.
Í hinum tveimur fasteignunum verður rekið nútímalegt lággjalda flughótel með um 100 herbergjum og hótelíbúðum. Fyrirhuguð opnun er í júlí á þessu ári, segir í fréttatilkynningu sem birt er á mbl.is.
Lögð verður áhersla á gesti sem staldra stutt við í svokölluðum „stopover“ flugum eða þá sem kjósa að enda ferðalagið sitt nálægt Keflavíkurflugvelli til að ná morgunflugi næsta dag.
„Ég er mjög ánægður að vera kominn á heimaslóðir enda fæddur í Keflavík og hlakka til að hefja uppbyggingu á svæðinu,“
er haft eftir Skúla Mogensen, eiganda Títan fasteigna, í fréttatilkynningu.
„Ég er sannfærður um að Suðurnesin eigi mikið inni enda kallar stækkun flugvallarins og áframhaldandi aukning ferðamanna á mikla fjárfestingu og uppbyggingu á svæðinu sem ætti að verða öllum til góða. Í rekstri hótelsins verður leitast eftir því að eiga gott samstarf með ferðaþjónustunnui á Suðurnesjum og kynna fyrir gestum þær perlur sem Reykjanesið hefur að geyma.“
Mynd: wowair.is
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Frétt2 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt