Keppni
Skráning í Bakara ársins 2013 í fullum gangi | Þemað er Haust
Keppnin Bakari ársins 2013 verður dagana 27. – 28. september næstkomandi í húsnæði Hótel- og matvælaskólans í Kópavogi (V37). Rétt til þáttöku hafa þeir, sem hafa lokið sveinsprófi í bakaraiðn, skráður í keppni fyrir 18. september 2013.
Undirbúningsnefndin er að taka á móti skráningum á netfangið [email protected] Skráningargjaldið er 5.000 krónur og lýkur skráningu 18. september.
Við skráningu þarf að koma fram:
– Fullt nafn keppanda
– Vinnustaður
– Netfang
– Nafn greiðanda
Skráningargjaldið þarf að hafa borist áður en skráningu lýkur og leggist inn á reikning 0334 03 401196, kt. 110662-5569.
Þemað er Haust
Keppnisfyrirkomulag:
Föstudagur 27. september
kl 11:30 Mæting Björnsstofu 3. hæð í MK, keppendur fá úthlutaða vinnustöð.
kl 12:00 keppni hefst
kl.17:00 keppni lýkur fyrri daginn.
Laugardagur 28. september
kl.09:00 keppni hefst seinni dag
kl.15:00 keppni líkur seinni dag
Myndataka.
Sýning
Gestum boðið að smakka afurðir og þiggja viðeigandi drykki með.
Sunnudagur 29. september
Úrslit kynnt
Allt hráefni er á staðnum.
Útgefin verður hráefnislisti 18. september á vefslóðinni www.faggreinar.is
Keppendur mega koma með eigið krydd, bragðefni, súrdeig og heilkorn, engar blöndur eða hjálparefni.
Uppstilling:
borð 140 x 130 cm með hvítum dúk, má koma með eigin.
Uppskriftum skal skila í einföldu word skjali merkt keppanda. (Dæmi: Ásgeir Þór Tómasson = BA13_AÞT)
Það sem keppandi þarf að koma með er:
– Bros á vör
– Handverkfæri, það eru skóla áhöld á staðnum.
– Hreinan vinnufatnað. (skór , buxur, jakki, svunta og höfuðfat)
– Uppskriftir
– Og slatta af húmor
Tæki sem eru á staðnum:
Hrærivél, stikkofn, steinofn, plötur, gashellur, brekkvél, ofn, kæli- og frystiskápur, rúlluvél, örbylgjuofn, tilheyrandi hreingerningavörur og tuskur.
Ef keppendur verða margir gæti tímasetning breyst.
Mynd: úr safni
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.