Keppni
Skráning er hafin í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
Garri heldur keppnina Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins fimmtudaginn 31. október á Stóreldhús sýningunni í Laugardalshöll og er skráning hafin.
Keppnin á síðasta ári var gríðarlega sterk og þátttaka var góð. Sunneva Kristjánsdóttir sigraði Konfektmola ársins 2023 og Wiktor Pálsson sigraði Eftirréttur ársins árið 2023.
Keppnisrétt hafa þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori og bakaraiðn eða eru á nemasamningi í fyrrnefndum greinum. Undantekningartilvik eru metin sérstaklega.
Þema ársins er suðrænt og framandi
Skylduhráefni fyrir Eftirréttur ársins eru þrjú
- Cacao Barry, Zéphyr Caramel™ 35% – hvítt súkkulaði með silkimjúkri áferð og sterku karamellumjólkurbragði.
- Capfruit banana- eða lychee púrra. Frosið ávaxtamauk án viðbætts sykurs. Banana púrran gefur kraftmikið bragð. Lychee púrra er unnin úr fullþroskuðum lychee, framandi ávöxtur með sætu og ilmandi bragði.
- Flaxfiber hvíti börkurinn úr sítrónu, þykkir, stabilizer og gefur mýkri áferð.
Skylduhráefni fyrir Konfektmoli ársins eru tvö
- Cacao Barry, Zéphyr Caramel™ 35% – hvítt súkkulaði með silkimjúkri áferð og sterku karamellumjólkurbragði.
- Capfruit banana- eða lychee púrra. Frosið ávaxtamauk án viðbætts sykurs. Banana púrran gefur kraftmikið bragð. Lychee púrra er unnin úr fullþroskuðum lychee, framandi ávöxtur með sætu og ilmandi bragði.
Nánari upplýsingar um keppnina og vægi matsatriða ásamt skráningu er á heimasíðu Garra hér.
Með fylgja myndir frá keppninni í fyrra.
Myndir: Garri.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux