Frétt
Skortur á innlendum kartöflum og þær innfluttu hækka
Horfur eru á að skortur verði á íslenskum kartöflum í verslunum á næstu vikum. Jafnframt stefnir í að innfluttar kartöflur verði á umtalsvert hærra verði en á sama tíma í fyrra þar sem Alþingi felldi úr búvörulögum ákvæði sem heimila ráðherra að lækka eða fella niður tolla af innflutningi ef skortur er á innlendri framleiðslu og ákvað að tollar skyldu lagðir á kartöflur allt árið, að því er fram kemur á vef Félags atvinnurekenda (FA).
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra flutti í fyrra frumvarp sem fól í sér ýmar breytingar á tollaumhverfi innflutnings búvara. Felld voru niður ákvæði sem heimiluðu ráðherra að gefa út svokallaðan skortkvóta ef innlenda framleiðslu vantar á markaðinn en þess í stað skilgreind fastákveðin tímabil, sem flytja má inn viðkomandi vöru á lægri eða engum tolli.
FA gagnrýndi þau ákvæði frumvarpsins og lagði til verulega rýmkun á tímabilunum. Í meðförum atvinnuveganefndar Alþingis þrengdust þau hins vegar, þannig að á kartöflur leggjast til dæmis tollar allt árið, þrátt fyrir að árlega vanti íslenskar kartöflur á markað og innflutningur sé nauðsynlegur til að fullnægja eftirspurn neytenda.
Tollar hækka verð
Í ljósi þess að heimild ráðherra til að gefa út skortkvóta hefur verið afnumin, munu innfluttar kartöflur hækka verulega í verði frá fyrra ári. Á innfluttar kartöflur leggst samkvæmt tollskrá 30% verðtollur og 60 króna magntollur á kíló. Séu þær fluttar inn frá ríkjum Evrópusambandsins gildir eingöngu 60 króna magntollurinn, sem getur engu að síður numið hátt í þriðjungi kostnaðarverðs vörunnar.
Tveggja vikna birgðir
Mat innflytjenda kartaflna og innlendra framleiðenda er að eitthvað sé til af kartöflum í söluhæfum gæðum til næstu tveggja vikna, en ekki nægilegt framboð til að anna eftirspurn. Innfluttar kartöflur eru væntanlegar í næstu viku.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 klukkustundir síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Keppni3 dagar síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Keppni3 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin