Frétt
Skelfiskmarkaðurinn býður upp á íslenskar ostrur
Fyrstu íslensku ostrurnar eru væntanlegar á markað á næstunni. Tilraunir sem hófust með ostrurækt á Húsavík fyrir fimm árum hafa nú borið þennan árangur og verða í aðalhlutverki á Skelfiskmarkaðinum.
Árið 2013 fluttu tveir Húsvíkingar inn smáostrur frá eldisstöð á Norður-Spáni og hófu tilraunir með að rækta þær áfram í búrum í Skjálfandaflóa, segir í kvöldfréttum RÚV. Ostrur höfðu þá hvergi í heiminum verið ræktaðar svo norðarlega, en ostran dafnaði vel í köldum sjónum.
Eins og fram hefur komið þá er Skelfiskmarkaðurinn nýjasta viðbót í veitingaflóru Reykjavíkur sem staðsettur er við Klapparstíg 28-30 í Reykjavík, en framkvæmdir standa yfir og stefnt er á að opna sem allra fyrst.
Eigendur Skelfiskmarkaðarins eru Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, Guðlaugur Frímannsson, Axel Clausen matreiðslumenn og Ágúst Reynisson og Eysteinn Valsson framreiðslumenn.
Staðurinn tekur 160 manns í sæti og að auki er mjög gott útisvæði við veitingastaðinn. Axel Björn Clausen verður yfirmatreiðslumaður og yfirþjónn verður Eysteinn Valsson.
Mynd: úr safni

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun