Freisting
Skar sig á kryddpylsuvél og fékk 1,5 milljón

Síld og fiskur ehf. þarf að greiða starfsmanni sínum 1.508.172 krónur í skaðabætur vegna vinnuslyss. Konan varð fyrir slysi við vinnu þegar hún var að þrífa kjötskurðarvél sem notuð er til að skera niður kryddpylsur.
Til þess að þrífa vélina var nauðsynlegt að taka hana í sundur að hluta. Þegar konan mundaði skrúflykil sem hún þurfti til að losa bolta sem hélt skurðblaði vélarinnar föstu rann vinstri hönd hennar af lyklinu með þeim afleiðingum að handarbak hennar hafnaði á skurðblaðinu. Skurður hlaust af. Konunni var ekið af samstarfsmanni á slysadeild en þar var henni sagt að þriggja tíma bið væri eftir aðstoð.
Lét hún því keyra sér annað þar sem hún var skoðuð af lækni sem komst að þeirri niðurstöðu að hún þyrfti að fara strax í aðgerð.
Þótti Héraðsdómi Reykjavíkur að vísu ekki full sannað að fyllstu öryggiskröfum hafi ekki verið gætt varðandi kryddpylsuvélina, en þótti að Síld og fiskur yrði að bera hallann af sönnunarskorti um það atriði. Óumdeilt væri að konan hefði orðið fyrir líkamstjóni og bæri því að taka kröfur hennar í málinu til greina.
Auk skaðabóta var Síld og fisk gert að greiða málskostnað upp á rúmar 712.000 krónur sem greiðist í ríkissjóð.
Af vef Dv.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu





