Viðtöl, örfréttir & frumraun
Skandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
Jólahlaðborð Síldarkaffis hefur notið einstakrar velgengni síðustu daga og ljóst að gestir kunna að meta metnaðarfulla og skandinavíska nálgun eldhússins.
Strákarnir í matseldinni hafa haft í nægu að snúast, enda er allt gert frá grunni og lögð rík áhersla á gæði, hráefni og virðingu fyrir jólahefðunum. Útkoman er hlaðborð þar sem íslenskur jólabragur og norræn matarmenning renna saman í fallega og bragðmikla heild.
Á borðinu má finna fjölbreytta jólarétti sem gleðja bæði forvitna matgæðinga og þá sem sækja í gamalkunna rétti. Þar eru litríkir og bragðmiklir síldarréttir af ýmsu tagi, grafið gæsalæri, reyktur lax og klassísk dönsk lifrarkæfa sem hefur vakið sérstaka lukku. Meðal heitra rétta eru safaríkt úrbeinað lambalæri, purusteik, skinka, sænskar kjötbollur og smápylsur. Þá má einnig finna heimagert remúlaði með roastbeef, ostaböku og eggjaköku með sænskum kóngsvepp sem hefur reynst vinsælt hjá gestum.
Meðlætið er í sama anda, allt unnið af kostgæfni í eldhúsinu. Boðið er upp á heimagert rauðkál, sinnep, brúnað hvítkál, grænkálsgratín, kartöflur og laufabrauð sem klárast jafnharðan og það er borið fram. Að máltíð lokinni tekur við glæsilegt sætaborð með heimabökuðum smákökum, lúsíukökum, súkkulaðitrufflum og fjölbreyttum ljúfmetum sem tryggja að enginn fer svangur heim.
Gestir njóta fordrykkjar í boði hússins áður en sest er að borðum og lifandi tónlist fyllir húsið af hátíðlegri stemmingu sem fær jafnt unga sem aldna til að staldra lengi við. Andrúmsloftið hefur verið lýst sem hlýlegu og notalegu, alveg í takt við jólaandann sem Síldarkaffi leggur áherslu á.
Enn eru laus borð 6. desember og hvetur Síldarkaffi gesti til að tryggja sér pláss tímanlega. Bókanir fara fram í síma 467 1604 eða með tölvupósti á [email protected].
Myndir: facebook / Síldarkaffi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Uppskriftir3 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður
-
Markaðurinn2 dagar síðanÁsbjörn Ólafs flytur í glæsilegt húsnæði og blæs til umfangsmikillar lagersölu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanDonald Trump hótar 200 prósenta tollum á frönsk vín og kampavín eftir að Frakkar draga lappirnar
-
Frétt3 dagar síðanNeytendur með ofnæmi varaðir við vöru sem seld var í Costco á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanStóra veislusýningin í Múlabergi












