Viðtöl, örfréttir & frumraun
Skál! fær Saji í heimsókn indónesískt pop-up í tvö kvöld
Veitingastaðurinn Skál! býður upp á einstaka matarupplifun í lok október þegar hinn indónesíski veitingastaður Saji úr Kaupmannahöfn tekur yfir eldhúsið í tvö kvöld. Viðburðurinn fer fram 27. og 28. október á Njálsgötu 1 og er þetta þriðja pop-up kvöld Skál! á árinu.
Saji var stofnaður árið 2022 af vinunum og kokkunum Sam og Jimmy sem eiga það sameiginlegt að deila bragðheimi æsku sinnar í Indónesíu. Nafnið „Saji“ merkir „að þjóna“ og endurspeglar þeirra ástríðu fyrir því að miðla hlýlegum og persónulegum réttum, ríkum af kryddum og sál. Á stuttum tíma hefur Saji vakið mikla athygli í Kaupmannahöfn og nú færa þeir kraftinn norður í kuldann með kryddaðan yl frá Suðaustur-Asíu.
Gestir geta átt von á kvöldi þar sem kryddaðir og huggulegir réttir fara saman við náttúruvín og skemmtilega orku. Matseðill kvöldsins er á 14.950 krónur á mann og er hægt að bæta við vínpörun fyrir 9.990 krónur. Þar sem sætaframboð er takmarkað er mælt með að tryggja sér borð tímanlega í gegnum Dineout.
Bókanir fara fram hér: Dineout – Skál! × Saji Pop-up
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn1 dagur síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni1 dagur síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn6 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús
-
Markaðurinn2 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMest lesnu fréttir ársins 2025






