Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Skál! fær Saji í heimsókn indónesískt pop-up í tvö kvöld

Birting:

þann

Skál! fær Saji í heimsókn indónesískt pop-up í tvö kvöld

Veitingastaðurinn Skál! býður upp á einstaka matarupplifun í lok október þegar hinn indónesíski veitingastaður Saji úr Kaupmannahöfn tekur yfir eldhúsið í tvö kvöld. Viðburðurinn fer fram 27. og 28. október á Njálsgötu 1 og er þetta þriðja pop-up kvöld Skál! á árinu.

Saji var stofnaður árið 2022 af vinunum og kokkunum Sam og Jimmy sem eiga það sameiginlegt að deila bragðheimi æsku sinnar í Indónesíu. Nafnið „Saji“ merkir „að þjóna“ og endurspeglar þeirra ástríðu fyrir því að miðla hlýlegum og persónulegum réttum, ríkum af kryddum og sál. Á stuttum tíma hefur Saji vakið mikla athygli í Kaupmannahöfn og nú færa þeir kraftinn norður í kuldann með kryddaðan yl frá Suðaustur-Asíu.

Gestir geta átt von á kvöldi þar sem kryddaðir og huggulegir réttir fara saman við náttúruvín og skemmtilega orku. Matseðill kvöldsins er á 14.950 krónur á mann og er hægt að bæta við vínpörun fyrir 9.990 krónur. Þar sem sætaframboð er takmarkað er mælt með að tryggja sér borð tímanlega í gegnum Dineout.

Bókanir fara fram hér: Dineout – Skál! × Saji Pop-up

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið