Freisting
Sjóræningjaþema á sælkerakvöldi

Árvisst sælkerakvöld Björgunarsveitarinnar Blakks og Slysavarnadeildarinnar Unnar verður haldið á Patreksfirði á laugardag. Að þessu sinni mun sjóræningjaþema ráða ríkjum. 20 rétta hlaðboð verður í boði og meðal rétta má nefna saltfisk að hætti Jack Sparrow, steinbít í fjársjóðssósu og innbakaðan Davy Jones og er þar verið að vísa til kvikmyndanna vinsælu Pirates of the Caribbean.
Húsið verður opnað kl. 20:00 með fordrykk og hátíðin sett stundvíslega kl. 20:30. Skemmtikraftarnir í sveitinni Hundur í óskilum munu sjá um veislustjórn og skemmtiatriði og um miðnættið tekur við hljómsveitin Green Beans sem spilar fram á nótt.
Hægt er að panta miða hjá Sólrúnu Ólafsdóttur í síma 456-1430, 863-5630 eða á netfanginu [email protected] og einnig er hægt verður að skrá sig á vefnum patreksfjordur.is fram til morgundags. Greiða verður miðana við afhendingu þeirra í félagsheimili Patreksfjarðar milli kl. 20-21 á fimmtudag. eða hjá Sólrúnu verði þeir sóttir fyrir þann tíma.
Greint frá á bb.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Keppni4 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir





