Freisting
Sjóræningjaþema á sælkerakvöldi
Árvisst sælkerakvöld Björgunarsveitarinnar Blakks og Slysavarnadeildarinnar Unnar verður haldið á Patreksfirði á laugardag. Að þessu sinni mun sjóræningjaþema ráða ríkjum. 20 rétta hlaðboð verður í boði og meðal rétta má nefna saltfisk að hætti Jack Sparrow, steinbít í fjársjóðssósu og innbakaðan Davy Jones og er þar verið að vísa til kvikmyndanna vinsælu Pirates of the Caribbean.
Húsið verður opnað kl. 20:00 með fordrykk og hátíðin sett stundvíslega kl. 20:30. Skemmtikraftarnir í sveitinni Hundur í óskilum munu sjá um veislustjórn og skemmtiatriði og um miðnættið tekur við hljómsveitin Green Beans sem spilar fram á nótt.
Hægt er að panta miða hjá Sólrúnu Ólafsdóttur í síma 456-1430, 863-5630 eða á netfanginu [email protected] og einnig er hægt verður að skrá sig á vefnum patreksfjordur.is fram til morgundags. Greiða verður miðana við afhendingu þeirra í félagsheimili Patreksfjarðar milli kl. 20-21 á fimmtudag. eða hjá Sólrúnu verði þeir sóttir fyrir þann tíma.
Greint frá á bb.is
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðan
Kokkur(ar) óskast til sumarstarfa á lítið sveitahótel
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Nemendur & nemakeppni1 dagur síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Ert þú næsti Bocuse d´Or keppandi Íslands? Umsóknarfrestur er til 1. mars 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingastaðir framtíðarinnar einblína á starfsfólkið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Guy Fieri snýr aftur til Times Square – Opnar Chicken Guy í miðri Manhattan