Kokkalandsliðið
Sjófiskur Sæbjörg, nýr samstarfsaðili Kokkalandsliðsins – Styðja keppnisstarfið
Í vikunni undirrituðu eigendur Sjófisks Sæbjargar og forseti Klúbbs matreiðslumeistara sem rekur Kokkalandsliðið þriggja ára samstarfssamning.
Sjófiskur Sæbjörg mun sjá Kokkalandsliðinu fyrir öllum fiski til æfinga og styrkir um leið starf liðsins og klúbbsins með fjárframlagi.
Sigurður Örn Arnarson sölustjóri Sjófisks Sæbjargar hafði þetta um samstarfið að segja
“Við viljum leggja starfi Kokkalandsliðsins og Klúbbi matreiðslumeistara lið og rækta tengslin við þennan mikilvægasta markað okkar enn frekar. Við höfum sinnt þjónustu við veitingahús og stóreldhús um árabil og vitum hversu mikilvægt þetta starf er. Berum fyrir því mikla virðingu og dáumst að þróuninni sem á sér stað hjá kokkum á Íslandi. Þróun sem er drifin áfram af Kokkalandsliðinu og klúbbnum og áformum að standa myndarlega að baki starfinu.”
Fyrirtækið Sjófiskur Sæbjörg
Sjófiskur Sæbjörg er heildverslun með ferskan fisk og viðskiptavinir þess eru fyrst og fremst á höfuðborgarsvæðinu, veitingahús, stóreldhús og mötuneyti fyrirtækja. Í fyrirtækinu er áratuga reynsla í vinnslu fisks, hráefnaöflun, sölu og dreifingu. Afhendingaröryggi er gott og þjónustustig hátt. Eigendur eru allir starfandi hjá fyrirtækinu.
Vinnsla og dreifing
Fyrirtækið er í eigin húsnæði á Eyjarslóð. Vinnslan er rúmgóð, nútímaleg og vel tækjum búin, stenst ströngustu kröfur. Staðsetning á Grandanum í hjarta Reykjavíkur er ákjósanleg til að þjónusta veitingahúsamarkaðinn sem er að langstærstum hluta í næsta nágrenni. Dreifing fer fram með eigin bílum innan Höfuðborgarsvæðisins.
Sjófiskur Sæbjörg kappkostar að veita afburða þjónustu og samkeppnishæf kjör. Fyrirtækið vill vera fyrsti kostur fyrir veitingahús og stóreldhús og byggja langtíma viðskiptasambönd með viðskiptavinum sínum.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var