Freisting
Sjávarréttabar opnaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í sumar

Sæmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri NQ ehf., Elín Árnadóttir forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf. og Siggi Hall matreiðslumeistari.
Siggi Hall matreiðslumeistari og Sæmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri veitingastaðarins Á næstu grösum, ætla að opna sjávarréttabar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sumarið 2008.
Þar verða á boðstólnum sjávarréttir, grænmetisréttir og fleira í anda nútíma viðhorfa um heilsusamlegt mataræði og virðingar fyrir hreinum og góðum náttúruauðlindum Íslendinga.
Siggi Hall og Sæmundur Kristjánsson undirrituðu samning um reksturinn fyrir hönd fyrirtækis síns, NQ ehf. og Elín Árnadóttir forstjóri fyrir hönd Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf. Gert er ráð fyrir að sjávarréttabarinn verði opnaður í júlí.
Aðstandendur NQ ehf. ætla að hanna sjávarréttabarinn með glæsileika og hlýju í fyrirrúmi og bjóða þar upp á skjóta og góða þjónustu í því alþjóðlega umhverfi sem ríkir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Siggi Hall segir að verkefnið sé afar spennandi og ögrandi. Hann er sannfærður um að Íslendingar og aðrir farþegar í flugstöðinni muni taka veitingastað af þessum toga fagnandi enda hafi sjávarréttir aldrei verið í boði þar á þennan hátt. Sjávarréttabarinn verði jafnframt nokkurs konar kynningargluggi fyrir sjávarafurðir Norður-Atlantshafsins, hreinan sjó og gjöful fiskimið við Ísland.
Greint frá á vef Flugstöð Leifs Eiríkssonar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Bocuse d´Or5 dagar síðanSkylduhráefni Bocuse d’Or liggur fyrir – Íslenska liðið þegar í fullum undirbúningi
-
Pistlar6 dagar síðanEinfaldlega íslenskt um jólin
-
Markaðurinn3 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn2 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn3 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Keppni3 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu





