Vertu memm

Freisting

Sjávarréttabar opnaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í sumar

Birting:

þann


Sæmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri NQ ehf., Elín Árnadóttir forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf. og Siggi Hall matreiðslumeistari.

Siggi Hall matreiðslumeistari og Sæmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri veitingastaðarins Á næstu grösum, ætla að opna sjávarréttabar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sumarið 2008.

Þar verða á boðstólnum sjávarréttir, grænmetisréttir og fleira í anda nútíma viðhorfa um heilsusamlegt mataræði og virðingar fyrir hreinum og góðum náttúruauðlindum Íslendinga.

Siggi Hall og Sæmundur Kristjánsson undirrituðu samning um reksturinn fyrir hönd fyrirtækis síns, NQ ehf. og Elín Árnadóttir forstjóri fyrir hönd Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf. Gert er ráð fyrir að sjávarréttabarinn verði opnaður í júlí. 

Aðstandendur NQ ehf. ætla að hanna sjávarréttabarinn með glæsileika og hlýju í fyrirrúmi og bjóða þar upp á skjóta og góða þjónustu í því alþjóðlega umhverfi sem ríkir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Siggi Hall segir að verkefnið sé afar spennandi og ögrandi. Hann er sannfærður um að Íslendingar og aðrir farþegar í flugstöðinni muni taka veitingastað af þessum toga fagnandi enda hafi sjávarréttir aldrei verið í boði þar á þennan hátt. Sjávarréttabarinn verði jafnframt nokkurs konar kynningargluggi fyrir sjávarafurðir Norður-Atlantshafsins, hreinan sjó og gjöful fiskimið við Ísland.


Greint frá á vef Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Auglýsingapláss

[email protected]

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið