Freisting
Sjallanum á Ísafirði breytt í verslun
Sjálfstæðishúsið, sem gegnt hefur hlutverki skemmtistaðs Ísfirðinga og nærsveitunga svo lengi sem elstu menn muna, en þeir muna nú ekki neitt eins og séra Baldur í Vatnsfirði sagði, hefur skipt um hlutverk og mun í framtíðinni hýsa verslun Þrists.
Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í húsinu undanfarið enda eru innréttingar og skipulag skemmtistaðar ekki hentugar fyrir verslunarrekstur. Gólfið undir dansgólfinu verður tekið niður í götuhæð að mestu, nýir gluggar settir í framhlið hússins sem og ný hurð. Ekki er ákveðið hvenær verslunin flytur en það verður á næstu mánuðum.
Þristur verður áfram með verslun í húsnæði vélsmiðju sinnar. Þá hefur Þristur einnig sent inn erindi til bæjaryfirvalda þess efnis að gangstétt fyrir framan húsið verði endurgerð þar sem ástand hennar sé ekki viðunandi.
Greint frá á BB.is
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Nýr samningur markar tímamót hjá Matvís – Samningur undirritaður við Reykjavíkurborg
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ekta franskar jólakræsingar hjá Sweet Aurora í Reykjavík – Einstakt Aðventudagatal
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Jólamarkaður í Hafnarhúsinu í dag
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Heimalagaður hátíðarís með hvítu súkkulaði og piparkökum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Síldarveisla á Siglufirði
-
Nýtt á matseðli3 dagar síðan
Grillaður lax að hætti Sumac
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Mánaðartilboð og jólalisti á dúndur afslætti
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun19 klukkustundir síðan
Danni kokkur með PopUp í Fiskbúð Fjallabyggðar