Freisting
Sjallanum á Ísafirði breytt í verslun

Sjálfstæðishúsið, sem gegnt hefur hlutverki skemmtistaðs Ísfirðinga og nærsveitunga svo lengi sem elstu menn muna, en þeir muna nú ekki neitt eins og séra Baldur í Vatnsfirði sagði, hefur skipt um hlutverk og mun í framtíðinni hýsa verslun Þrists.
Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í húsinu undanfarið enda eru innréttingar og skipulag skemmtistaðar ekki hentugar fyrir verslunarrekstur. Gólfið undir dansgólfinu verður tekið niður í götuhæð að mestu, nýir gluggar settir í framhlið hússins sem og ný hurð. Ekki er ákveðið hvenær verslunin flytur en það verður á næstu mánuðum.
Þristur verður áfram með verslun í húsnæði vélsmiðju sinnar. Þá hefur Þristur einnig sent inn erindi til bæjaryfirvalda þess efnis að gangstétt fyrir framan húsið verði endurgerð þar sem ástand hennar sé ekki viðunandi.
Greint frá á BB.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanSAUÐÁ býður upp á Pop up með Michelin matreiðslu
-
Markaðurinn4 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn4 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn5 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni5 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu





