Vertu memm

Uppskriftir

Sítrónukaka

Birting:

þann

Sítrónukaka

Hráefni

  • 100 gr smjör
  • 250 gr sykur
  • 3 stk egg
  • 1 dl matarolía
  • 270 gr hveiti
  • 80 gr dr Oekter sítrónubúðingur
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk matarsóti
  • 140 gr sýrður rjómi 18%
  • 1 tsk vanilludropar
  • 2 tsk sítrónudropar
  • rifinn sítrónubörkur af 1 sítrónu
  • 80 ml sítrónusafi

Síróp

1 dl vatn

1 bolli sykur

safi úr 1 sítrónu ca 80 ml

1 tsk sítrónudropar

Glassúr

250 gr flórsykur

50 gr smjör

1 msk rjómi

1 tsk sítrónudropar

2 msk af sítrónusírópi

Aðferð

  • Kakan: Smjöri og sykri hrært saman með k-járninu þar til það er orðið létt. Þá bæti ég eggjunum út í og hræri saman við. Svo er restinni af innihaldsefnunum bætt út í og hrært vel saman. Deigið er svo sett í smurt hringform, gott er að strá smá hveiti í formið, það auðveldar að ná kökunni úr forminu eftir bakstur. Bakið við 170 gráður í 50 mínútur á blæstri.
  • Sírópið: setjið saman allt í pott og látið malla í ca 10 mínutur, svo er það sett til hliðar og látið kólna.
  • Glassúrinn: Hitið saman í potti allt nema flórsykurinn, en bætið honum út í síðast þegar potturinn hefur verið tekinn af hitanum. Blandið vel saman.
  • Eftir að kakan hefur kólnað setjið hana á disk og vökvið með volgu sírópinu. Svo er glassúrkreminu bætt á síðast.
  • Njótið kökunnar með góðu kaffi eða einhverju öðru.

Verði ykkur að góðu

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari

Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari

Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari.  Fylgist með á instagram hér.

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið