Uppskriftir
Sítrónukaka
Hráefni
- 100 gr smjör
- 250 gr sykur
- 3 stk egg
- 1 dl matarolía
- 270 gr hveiti
- 80 gr dr Oekter sítrónubúðingur
- 1 tsk lyftiduft
- 1 tsk matarsóti
- 140 gr sýrður rjómi 18%
- 1 tsk vanilludropar
- 2 tsk sítrónudropar
- rifinn sítrónubörkur af 1 sítrónu
- 80 ml sítrónusafi
Síróp
1 dl vatn
1 bolli sykur
safi úr 1 sítrónu ca 80 ml
1 tsk sítrónudropar
Glassúr
250 gr flórsykur
50 gr smjör
1 msk rjómi
1 tsk sítrónudropar
2 msk af sítrónusírópi
Aðferð
- Kakan: Smjöri og sykri hrært saman með k-járninu þar til það er orðið létt. Þá bæti ég eggjunum út í og hræri saman við. Svo er restinni af innihaldsefnunum bætt út í og hrært vel saman. Deigið er svo sett í smurt hringform, gott er að strá smá hveiti í formið, það auðveldar að ná kökunni úr forminu eftir bakstur. Bakið við 170 gráður í 50 mínútur á blæstri.
- Sírópið: setjið saman allt í pott og látið malla í ca 10 mínutur, svo er það sett til hliðar og látið kólna.
- Glassúrinn: Hitið saman í potti allt nema flórsykurinn, en bætið honum út í síðast þegar potturinn hefur verið tekinn af hitanum. Blandið vel saman.
- Eftir að kakan hefur kólnað setjið hana á disk og vökvið með volgu sírópinu. Svo er glassúrkreminu bætt á síðast.
- Njótið kökunnar með góðu kaffi eða einhverju öðru.
Verði ykkur að góðu
Höfundur er Eðvarð Eyberg Loftsson, matreiðslumeistari. Fylgist með á instagram hér.
-
Markaðurinn5 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun20 klukkustundir síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni4 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Uppskriftir2 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa







