Markaðurinn
Síríus kannan 2021 komin í verslanir
Eins og farfuglarnir á vorin kemur Síríus kannan á haustin og nú er kanna ársins 2021 fáanleg í verslunum. Kannan kemur í fjórum fallegum litum og er fullkomin fyrir heita súkkulaðið í vetur.
„Þegar könnurnar komu fyrst á markað árið 2014 held ég að ekkert okkar hafi grunað að það yrði upphafið að þessari skemmtilegu hefð sem nú hefur myndast fyrir könnunum,“
segir Silja Mist Sigurkarlsdóttir markaðsstjóri Nóa Síríus. Aðspurð segist Silja vita af fjölda fólks sem leggi mikið kapp á að eignast allar útgáfur af könnunni, enda mikið lagt í þær.
„Okkur þykir mjög vænt um þessa hefð og því er mikill metnaður lagður í það ár hvert að finna nýja og skemmtilega hönnun sem hentar vel undir heita súkkulaðið og sómir sér jafnframt vel í eldhúsum landsmanna.“
Síríus suðusúkkulaði hefur verið uppáhald íslensku þjóðarinnar síðan 1933. Öll þekkjum við þetta klassíska en uppskriftin að því hefur verið óbreytt frá upphafi. Nýjungar líta þó reglulega dagsins ljós og nú fæst suðusúkkulaðið líka með myntubragði, appelsínubragði, karamellu og salti og 70% dökkt.

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata