Bocuse d´Or
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
Sindri Guðbrandur Sigurðsson hóf keppni í morgun í Bocuse d’Or í Lyon í Frakklandi, en keppnin fer fram dagana 26. og 27. janúar 2025.
Aðstoðarmaður Sindra er Hinrik Örn Halldórsson og þjálfari þeirra er Sigurjón Bragi Geirsson.
Hægt er að horfa á beina útsendingu frá keppninni með því að smella hér.
Tuttugu og fjórar þjóðir keppa í Lyon eftir að hafa unnið til þess í forkeppni í sinni heimsálfu.
Sindri vann keppnina Kokkur Ársins 2023 á Íslandi. Sindri náði 8.sæti í Bocuse d´Or Europe í Þrándheimi í Mars 2024. Undirbúningur hefur staðið yfir mánuðum saman og tæpt tonn af eldhúsáhöldum og tækjum var verið sent til Lyon .
Sindri var sjötti keppandinn í eldhúsið í morgun kl.09:00 að staðartíma. Verkefnið er humar, barri, sellerí og sellerírót á silfur fat og svo kynnt fyrir dómurum á disk og kjötfat þar sem aðal hráefnið er dádýr, andalifur og ávaxta meðlæti.
Fiskréttur verður síðan borin á borð fyrir dómnefndina kl. 13:40 og kjötrétturinn kl. 14:30 á íslenskum tíma.
Hvert þátttöku land á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og dæmir Þráinn Freyr Vigfússon fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi.

F.v. Þráinn Freyr Vigfússon, Hinrik Örn Halldórsson, Sindri Guðbrandur Sigurðsson og Sigurjón Bragi Geirsson
Íslenska liðið í heild sinni
Bocuse d´Or kandítat: Sindri Guðbrandur Sigurðsson
Aðstoðarmaður Sigurjóns er: Hinrik Örn Halldórsson
Aðstoðarmenn:
Sindri Hrafn Rúnarsson
Símon Kristjánsson Sullca
Hákon Orri Stefánsson
Þjálfari: Sigurjón Bragi Geirsson
Dómari í Lyon fyrir hönd Íslands: Þráinn Freyr Vigfússon
Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.
Veitingageirinn.is verður á fréttavaktinni og fylgist vel með og færir ykkur fréttir í máli og myndum af Bocuse d´Or keppninni.

-
Markaðurinn6 minutes síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Markaðurinn5 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Zendaya hjálpar Tom Holland að skapa nýjan bjór án áfengis – Tom Holland: „Ég vil hjálpa öðrum“
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu