Bocuse d´Or
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
Sindri Guðbrandur Sigurðsson hóf keppni í morgun í Bocuse d’Or í Lyon í Frakklandi, en keppnin fer fram dagana 26. og 27. janúar 2025.
Aðstoðarmaður Sindra er Hinrik Örn Halldórsson og þjálfari þeirra er Sigurjón Bragi Geirsson.
Hægt er að horfa á beina útsendingu frá keppninni með því að smella hér.
Tuttugu og fjórar þjóðir keppa í Lyon eftir að hafa unnið til þess í forkeppni í sinni heimsálfu.
Sindri vann keppnina Kokkur Ársins 2023 á Íslandi. Sindri náði 8.sæti í Bocuse d´Or Europe í Þrándheimi í Mars 2024. Undirbúningur hefur staðið yfir mánuðum saman og tæpt tonn af eldhúsáhöldum og tækjum var verið sent til Lyon .
Sindri var sjötti keppandinn í eldhúsið í morgun kl.09:00 að staðartíma. Verkefnið er humar, barri, sellerí og sellerírót á silfur fat og svo kynnt fyrir dómurum á disk og kjötfat þar sem aðal hráefnið er dádýr, andalifur og ávaxta meðlæti.
Fiskréttur verður síðan borin á borð fyrir dómnefndina kl. 13:40 og kjötrétturinn kl. 14:30 á íslenskum tíma.
Hvert þátttöku land á fulltrúa í dómarateymi Bocuse d´Or og dæmir Þráinn Freyr Vigfússon fyrir hönd Bocuse d´Or akademíunnar á Íslandi.

F.v. Þráinn Freyr Vigfússon, Hinrik Örn Halldórsson, Sindri Guðbrandur Sigurðsson og Sigurjón Bragi Geirsson
Íslenska liðið í heild sinni
Bocuse d´Or kandítat: Sindri Guðbrandur Sigurðsson
Aðstoðarmaður Sigurjóns er: Hinrik Örn Halldórsson
Aðstoðarmenn:
Sindri Hrafn Rúnarsson
Símon Kristjánsson Sullca
Hákon Orri Stefánsson
Þjálfari: Sigurjón Bragi Geirsson
Dómari í Lyon fyrir hönd Íslands: Þráinn Freyr Vigfússon
Fleiri Bocuse d´Or fréttir hér.
Veitingageirinn.is verður á fréttavaktinni og fylgist vel með og færir ykkur fréttir í máli og myndum af Bocuse d´Or keppninni.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað








