Starfsmannavelta
Simmi Vill er hættur störfum hjá Keiluhöllinni Egilshöll
„Fyrir viku síðan hætti ég störfum hjá Keiluhöllinni Egilshöll. Eftir að hafa selt öll hlutabréf mín í Apríl, en hluti af því var að ég myndi klára út árið 2018 í rekstri félagsins. Á sama tíma seldi ég öll mín hlutabréf í Hamborgarafabrikkunni.“
Skrifar athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, í facebook færslu sem hann birti nú fyrir skömmu.
Í Keiluhöllinni í Egilshöll er veitingastaðurinn Shake & Pizza sem er eins og nafnið gefur til kynna veitingastaður sem sérhæfir sig í pizzum og shake-um.
„Átta mánuðir er langur tími þegar maður hefur selt og hugurinn leitar annað. En með góðu samstarfsfólki þá var þetta hægt. Niðurstaðan 2018 varð enn eitt árið með aukningu í sölu og afkomu. Það er gaman að skilja þannig við, gaman að skila góðu búi af sér. Sérstaklega í ljósi þess að öll fjögur árin hefur verið vöxtur í þessu góða fyrirtæki, hvort sem litið er til veltu, afkomu og starfsmannafjölda.
Í mars 2015 tók ég við lyklunum að Keiluhöllinni í Egilshöll. Það var tómlegt um að litast og ljóst að verkefnið að fylla þessa 2700m2 lífi var ærið. Starfsmenn voru um 10-15 talsins að hlutastarfsmönnum meðtöldum.
Fimm af þeim lykilstarfsmönnum sem voru til staðar eru þar enn og eru ómetanlegir ásamt þeim tæplega 100 starfsmönnum sem sinna því mikla verkefni sem það er að halda öllum boltum á lofti og vélinni gangandi.
Ég kveð því frábært fyrirtæki með frábæru starfsfólki og vona að svo megi verða áfram.
Eins og meðfylgjandi myndir sýna, þá eiga þau eflaust eftir að sakna mín líka.
Takk fyrir þetta skemmtilega ferðalag og takk fyrir mig.“
Segir Simmi að lokum, sem nú rær á ný mið.
Myndir: úr einkasafni / Sigmar Vilhjálmsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati