Starfsmannavelta
Simmi Vill er hættur störfum hjá Keiluhöllinni Egilshöll
„Fyrir viku síðan hætti ég störfum hjá Keiluhöllinni Egilshöll. Eftir að hafa selt öll hlutabréf mín í Apríl, en hluti af því var að ég myndi klára út árið 2018 í rekstri félagsins. Á sama tíma seldi ég öll mín hlutabréf í Hamborgarafabrikkunni.“
Skrifar athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, í facebook færslu sem hann birti nú fyrir skömmu.
Í Keiluhöllinni í Egilshöll er veitingastaðurinn Shake & Pizza sem er eins og nafnið gefur til kynna veitingastaður sem sérhæfir sig í pizzum og shake-um.
„Átta mánuðir er langur tími þegar maður hefur selt og hugurinn leitar annað. En með góðu samstarfsfólki þá var þetta hægt. Niðurstaðan 2018 varð enn eitt árið með aukningu í sölu og afkomu. Það er gaman að skilja þannig við, gaman að skila góðu búi af sér. Sérstaklega í ljósi þess að öll fjögur árin hefur verið vöxtur í þessu góða fyrirtæki, hvort sem litið er til veltu, afkomu og starfsmannafjölda.
Í mars 2015 tók ég við lyklunum að Keiluhöllinni í Egilshöll. Það var tómlegt um að litast og ljóst að verkefnið að fylla þessa 2700m2 lífi var ærið. Starfsmenn voru um 10-15 talsins að hlutastarfsmönnum meðtöldum.
Fimm af þeim lykilstarfsmönnum sem voru til staðar eru þar enn og eru ómetanlegir ásamt þeim tæplega 100 starfsmönnum sem sinna því mikla verkefni sem það er að halda öllum boltum á lofti og vélinni gangandi.
Ég kveð því frábært fyrirtæki með frábæru starfsfólki og vona að svo megi verða áfram.
Eins og meðfylgjandi myndir sýna, þá eiga þau eflaust eftir að sakna mín líka.
Takk fyrir þetta skemmtilega ferðalag og takk fyrir mig.“
Segir Simmi að lokum, sem nú rær á ný mið.
Myndir: úr einkasafni / Sigmar Vilhjálmsson
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum