Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Síldarveisla á Siglufirði

Birting:

þann

Síldarveisla á Silgufirði

Nú heyrir heldur betur til tíðinda hjá Síldarkaffi, en þeir Ted Karlberg & Joakim Bengtsson síldarkokkar með meiru, ætla að heimsækja Siglufjörð til þess eins að matreiða síld upp á sænskan máta og slá til veislu.

Einnig verður útgáfuhóf, þar sem nýlega kom út bókin Síldardiplómasía sem er gefin út í samvinnu Síldarminjasafnsins á Siglufirði og Bókaútgáfunnar Hóla.

Allir hjartanlega velkomin til útgáfuhófs laugardaginn 30. nóvember kl. 14:00. Ted Karlberg segir frá tilurð bókarinnar og hún verður seld á sérstöku tilboðsverði

Þegar tekur að kvölda verður sannkölluð síldarveisla, dýrindis síldarréttir og sérbruggað Jólabrennivín fyrir alla gesti, lifandi tónlist.

Verð: 6.900,- Borðabókanir: [email protected] / 467 1604 / 865 2036

Fyrsta sunnudag í aðventu, 1. desember heldur veislan áfram og verður þá boðið upp á síldarhlaðborð og ljúfa stemningu kl. 13:00

Verð: 4.900,- Borðabókanir: [email protected] / 467 1604 / 865 2036

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið