Viðtöl, örfréttir & frumraun
Síldarveisla á Siglufirði
Nú heyrir heldur betur til tíðinda hjá Síldarkaffi, en þeir Ted Karlberg og Joakim Bengtsson síldarkokkar með meiru, ætla að heimsækja Siglufjörð til þess eins að matreiða síld upp á sænskan máta og slá til veislu.
Einnig verður útgáfuhóf, þar sem nýlega kom út bókin Síldardiplómasía sem er gefin út í samvinnu Síldarminjasafnsins á Siglufirði og Bókaútgáfunnar Hóla.
Allir hjartanlega velkomin til útgáfuhófs laugardaginn 30. nóvember kl. 14:00. Ted Karlberg segir frá tilurð bókarinnar og hún verður seld á sérstöku tilboðsverði
Þegar tekur að kvölda verður sannkölluð síldarveisla, dýrindis síldarréttir og sérbruggað Jólabrennivín fyrir alla gesti, lifandi tónlist.
Verð: 6.900,- Borðabókanir: [email protected] / 467 1604 / 865 2036
Fyrsta sunnudag í aðventu, 1. desember heldur veislan áfram og verður þá boðið upp á síldarhlaðborð og ljúfa stemningu kl. 13:00
Verð: 4.900,- Borðabókanir: [email protected] / 467 1604 / 865 2036
-
Markaðurinn5 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni4 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanDiageo losar um eignir – Kína ekki lengur forgangsmarkaður






