Keppni
Sigurvegarar í Eftirréttur Ársins og Konfektmoli Ársins 2021

Frá vinstri: Vigdís Mi Diem Vo sigurvegari í Konfektmoli Ársins. Eftirréttur ársins: f.v. Halldór Hafliðason 3. sæti, Ísak Aron Jóhannsson 2. sæti og Ólöf Ólafsdóttir 1. sæti
Þema keppninnar í ár var Nýr Heimur – Vegan. Keppendur túlkuðu þemað eftir sínu höfði en dæmt var meðal annars eftir samsetningu hráefna, bragði, áferð og frumleika. Jafnframt var dæmt eftir framsetningu og faglegum vinnubrögðum.
Þemað í ár var þó nokkur áskorun en dómarar voru sammála um að þátttakendum hefði tekist vel til. Þátttakendur voru hæfileikaríkir, faglegir og sýndu mikil gæði og frumleika.
Sigurvegari í Eftirréttur ársins 2021 var Ólöf Ólafsdóttir frá Monkeys. Hlýtur hún í verðlaun námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry.
2. sæti Ísak Aron Jóhannsson, LUX Veitingar
3. sæti Halldór Hafliðason, Reykjavík Edition
Sigurvegari í Konfektmoli Ársins var Vigdís Mi Diem Vo, frá Reykjavík Edtion, en hún hlýtur einnig í verðlaun námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry.
Sigurvegari í Konfektmoli Ársins fær einnig þann heiður að bjóða upp á sigurmolann á Hátíðarkvöldverði Klúbbs matreiðslumeistara í byrjun árs 2022.
Dómarar í Eftirréttur Ársins:
Sigurður Laufdal – Bocuse d´Or keppandi 2021
Sólveig Eiríksdóttir – matarhönnuður
Erlendur Eiríksson – matreiðslumeistari
Dómarar í Konfektmoli Ársins:
Eyþór Kristjánsson – matreiðslumaður
Jón Daníel Jónsson – matreiðslumeistari
Kristleifur Halldórsson – matreiðslumeistari
Myndir: garri.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?