Eftirréttur ársins
Sigurvegarar í Eftirréttur ársins 2014
Úrslit eru kunn í Eftirréttur ársins 2014 sem fór fram fimmtudaginn 30.október á Hilton Nordica Hótel. Sá keppandi sem bar sigur úr býtum að þessu sinni er Sigurður Kristinn Laufdal. Í öðru sæti varð Axel Þorsteinsson og í þriðja sæti var Aðalheiður Dögg Reynisdóttir.
Það voru 34 sem luku keppni en þetta er í fimmta sinn sem keppnin er haldin.
Þema keppninnar að þessu sinni var “Tropical” og áhersla á suðræn brögð. Keppendur leika sér að samsetningum á súkkulaði og ávaxtabrögðum. Gefin er meðal annars einkunn fyrir samsetningar á hráefni, bragði, uppbyggingu, frumleika og framsetningu.
Dómarar að þessu sinni voru þeir Hermann Þór Marínósson, sigurvegari ársins 2013, Stefán Hrafn Sigfússon og Jóhannes Jóhannesson.
Sigurvegarinn hlaut að verðlaunum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry í Englandi.
Að sögn Hermanns er mjög ánægjulegt að sjá metnaðinn sem er í keppninni og margir upprennandi fagmenn sem sýna hvað þeir geta. Þetta er mikil hvatning fyrir fagið og eykur metnað til eftirréttargerðar.
Heildverslunin Garri og Cacao Barry höfðu veg og vanda að keppninni.
Myndir: Garri.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi