Eftirréttur ársins
Sigurvegarar í Eftirréttur ársins 2014
Úrslit eru kunn í Eftirréttur ársins 2014 sem fór fram fimmtudaginn 30.október á Hilton Nordica Hótel. Sá keppandi sem bar sigur úr býtum að þessu sinni er Sigurður Kristinn Laufdal. Í öðru sæti varð Axel Þorsteinsson og í þriðja sæti var Aðalheiður Dögg Reynisdóttir.
Það voru 34 sem luku keppni en þetta er í fimmta sinn sem keppnin er haldin.
Þema keppninnar að þessu sinni var “Tropical” og áhersla á suðræn brögð. Keppendur leika sér að samsetningum á súkkulaði og ávaxtabrögðum. Gefin er meðal annars einkunn fyrir samsetningar á hráefni, bragði, uppbyggingu, frumleika og framsetningu.
Dómarar að þessu sinni voru þeir Hermann Þór Marínósson, sigurvegari ársins 2013, Stefán Hrafn Sigfússon og Jóhannes Jóhannesson.
Sigurvegarinn hlaut að verðlaunum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry í Englandi.
Að sögn Hermanns er mjög ánægjulegt að sjá metnaðinn sem er í keppninni og margir upprennandi fagmenn sem sýna hvað þeir geta. Þetta er mikil hvatning fyrir fagið og eykur metnað til eftirréttargerðar.
Heildverslunin Garri og Cacao Barry höfðu veg og vanda að keppninni.
Myndir: Garri.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Uppskriftir4 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Frétt3 dagar síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is
-
Markaðurinn9 klukkustundir síðan
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fálkahúsið og Kokka verðlaunuð fyrir bestu jólaskreytingarnar á árinu sem var að líða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Ertu frumkvöðull í íslenskri matvælaframleiðslu? 20 milljónir í boði fyrir matarfrumkvöðla