Eftirréttur ársins
Sigurvegarar í Eftirréttur ársins 2014
Úrslit eru kunn í Eftirréttur ársins 2014 sem fór fram fimmtudaginn 30.október á Hilton Nordica Hótel. Sá keppandi sem bar sigur úr býtum að þessu sinni er Sigurður Kristinn Laufdal. Í öðru sæti varð Axel Þorsteinsson og í þriðja sæti var Aðalheiður Dögg Reynisdóttir.
Það voru 34 sem luku keppni en þetta er í fimmta sinn sem keppnin er haldin.
Þema keppninnar að þessu sinni var “Tropical” og áhersla á suðræn brögð. Keppendur leika sér að samsetningum á súkkulaði og ávaxtabrögðum. Gefin er meðal annars einkunn fyrir samsetningar á hráefni, bragði, uppbyggingu, frumleika og framsetningu.
Dómarar að þessu sinni voru þeir Hermann Þór Marínósson, sigurvegari ársins 2013, Stefán Hrafn Sigfússon og Jóhannes Jóhannesson.
Sigurvegarinn hlaut að verðlaunum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry í Englandi.
Að sögn Hermanns er mjög ánægjulegt að sjá metnaðinn sem er í keppninni og margir upprennandi fagmenn sem sýna hvað þeir geta. Þetta er mikil hvatning fyrir fagið og eykur metnað til eftirréttargerðar.
Heildverslunin Garri og Cacao Barry höfðu veg og vanda að keppninni.
Myndir: Garri.is
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni5 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Ljúffengar og góðar fiskibollur