Eftirréttur ársins
Sigurvegarar í Eftirréttur ársins 2014

Sigurvegarar í Eftirréttur ársins 2014.
F.v. Aðalheiður Dögg Reynisdóttir – 3. sæti, Sigurður Kristinn Laufdal – 1. sæti, Axel Þorsteinsson – 2. sæti
Úrslit eru kunn í Eftirréttur ársins 2014 sem fór fram fimmtudaginn 30.október á Hilton Nordica Hótel. Sá keppandi sem bar sigur úr býtum að þessu sinni er Sigurður Kristinn Laufdal. Í öðru sæti varð Axel Þorsteinsson og í þriðja sæti var Aðalheiður Dögg Reynisdóttir.
Það voru 34 sem luku keppni en þetta er í fimmta sinn sem keppnin er haldin.
Þema keppninnar að þessu sinni var “Tropical” og áhersla á suðræn brögð. Keppendur leika sér að samsetningum á súkkulaði og ávaxtabrögðum. Gefin er meðal annars einkunn fyrir samsetningar á hráefni, bragði, uppbyggingu, frumleika og framsetningu.
Dómarar að þessu sinni voru þeir Hermann Þór Marínósson, sigurvegari ársins 2013, Stefán Hrafn Sigfússon og Jóhannes Jóhannesson.
Sigurvegarinn hlaut að verðlaunum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry í Englandi.
- Sigurður Kristinn Laufdal – 1. sæti
- Axel Þorsteinsson – 2. sæti
- Aðalheiður Dögg Reynisdóttir 3. sæti
Að sögn Hermanns er mjög ánægjulegt að sjá metnaðinn sem er í keppninni og margir upprennandi fagmenn sem sýna hvað þeir geta. Þetta er mikil hvatning fyrir fagið og eykur metnað til eftirréttargerðar.
Heildverslunin Garri og Cacao Barry höfðu veg og vanda að keppninni.
Myndir: Garri.is
![]()
-
Bocuse d´Or7 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanRosewood London til sölu vegna lausafjárvanda eigenda
-
Frétt4 dagar síðanNew York herðir reglur um þjórfé, DoorDash og Uber segja ný lög grafa undan eftirspurn
-
Markaðurinn3 dagar síðanÁr breytinga, mikilla anna og stórra ákvarðana. Pistill eftir Óskar Hafnfjörð Gunnarsson formann hjá Matvís
-
Markaðurinn2 dagar síðanStökkir Brie bitar með pistasíuhjúp og chili hunangi
-
Keppni3 dagar síðanJólapúnsinn í Jólaportinu skilaði 200 þúsund krónum til góðs málefnis
-
Uppskriftir21 klukkustund síðanÞetta elduðu flestir. Vinsælustu uppskriftir Veitingageirinn.is á árinu










