Vertu memm

Eftirréttur ársins

Sigurvegarar í Eftirréttur ársins 2014

Birting:

þann

Sigurvegarar í Eftirréttur ársins 2014. F.v. Aðalheiður Dögg Reynisdóttir - 3. sæti, Sigurður Kristinn Laufdal - 1. sæti, Axel Þorsteinsson - 2. sæti

Sigurvegarar í Eftirréttur ársins 2014.
F.v. Aðalheiður Dögg Reynisdóttir – 3. sæti, Sigurður Kristinn Laufdal – 1. sæti, Axel Þorsteinsson – 2. sæti

Úrslit eru kunn í Eftirréttur ársins 2014 sem fór fram fimmtudaginn 30.október á Hilton Nordica Hótel.  Sá keppandi sem bar sigur úr býtum að þessu sinni er Sigurður Kristinn Laufdal.  Í öðru sæti varð Axel Þorsteinsson og í þriðja sæti var Aðalheiður Dögg Reynisdóttir.

Það voru 34 sem luku keppni en þetta er í fimmta sinn sem keppnin er haldin.

Dómarar. F.v. Stefán Hrafn Sigfússon, Jóhannes Jóhannesson, Hermann Þór Marínósson

Dómarar.
F.v. Stefán Hrafn Sigfússon, Jóhannes Jóhannesson, Hermann Þór Marínósson

Keppendur í Eftirréttur ársins 2014

Keppendur í Eftirréttur ársins 2014

Þema keppninnar að þessu sinni var  “Tropical” og áhersla á suðræn brögð. Keppendur leika sér að samsetningum á súkkulaði og ávaxtabrögðum. Gefin er meðal annars einkunn fyrir samsetningar á hráefni, bragði, uppbyggingu, frumleika og framsetningu.

Dómarar að þessu sinni voru þeir Hermann Þór Marínósson, sigurvegari ársins 2013, Stefán Hrafn Sigfússon og Jóhannes Jóhannesson.

Sigurvegarinn hlaut að verðlaunum námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry í Englandi.

Að sögn Hermanns er mjög ánægjulegt að sjá metnaðinn sem er í keppninni og margir upprennandi fagmenn sem sýna hvað þeir geta. Þetta er mikil hvatning fyrir fagið og eykur metnað til eftirréttargerðar.

Heildverslunin Garri og Cacao Barry höfðu veg og vanda að keppninni.

 

Myndir: Garri.is

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið