Vertu memm

Bocuse d´Or

Sigurjón Bragi í 8. sæti í Bocuse d´Or – Myndir

Birting:

þann

Bocuse d´Or 2023

F.v. Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson, Guðmundur Halldór Bender, Sigurjón Bragi Geirsson, Friðgeir Ingi Eiríksson og Dagur Hrafn Rúnarsson.
Á myndina vantar: Hinrik Örn Halldórsson og Egill Snær Birgisson
Mynd: Hallur karlsson

Sigurjón Bragi Geirsson náði 8. sæti í Bocuse d´Or heimsmeistarakeppni einstaklinga í matreiðslu sem haldin var í Lyon  22. – 23. janúar.

Úrslitin voru tilkynnt í dag kl. 17.30 á íslensku tíma.  24 Þjóðir kepptu til úrslita eftir að hafa unnið sér inn þátttökurétt í undankeppnum í sínum heimsálfum. Danmörk vann til gullverðlaun, Noregur í 2. sæti og Ungverjaland í 3. sæti.

Sigurjón Bragi Geirsson - Bocuse d´Or 2023

Stórkostlegur stuðningsmannahópur íslenska liðsins.
Mynd: Þráinn Freyr

Bocuse d´Or er virtasta matreiðslukeppnum heims og eru þátttakendur meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Keppnin er því hörð og miklar kröfur gerðar til keppenda.

Sigurjón Bragi Geirsson - Bocuse d´Or 2023

Glæsilegur árangur

Sigurjón Bragi hafði 5 ½ klukkustund til þess að matreiða þriggja rétta matseðil og fiskfat fyrir 24 dómara.

Fyrra verkefnið hét „Feed the kids“, og var þriggja rétta mmatseðill með butternut grasker sem aðalhráefni. Svo fiskfat með skötusel sem aðalhráefni og þurfti líka að nota bláskel í ragú til hliðar.

Afraksturinn var sannkallað listaverk og var annars vegar borinn fram á fallegum diskum og hins vegar á glæsilegu silfurfati.

Allt gekk samkvæmt áætlun og voru Sigurjón, Guðmundur aðstoðarmaður hans og Sigurður þjálfari að vonum hæstánægðir með úrslitin. Þjálfari Sigurjón er Sigurður Laufdal, Bocuse d´Or keppandi 2021, og aðstoðarmaður er Guðmundur Bender.

Myndir af keppnisréttum Sigurjóns

Hér má sjá framlag Sigurjóns Braga til keppninnar.  Myndir: Bocusedor.com.  Hægt er að skoða íslenska bæklinginn með því að smella hér.

Góður árangur íslenskra keppenda í Bocuse d´Or

Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann fimmta sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náði Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017 náðu þeir báðir í bronsverðlaun.

Bocuse d´Or akademían á Íslandi er hópur fyrrverandi keppenda sem heldur utan um þátttöku Íslands í keppninni.

Bocuse d´Or kynningarmyndband íslenska liðsins

Íslenska liðið í heild sinni

Kandítat: Sigurjón Bragi Geirsson

Aðstoðarmaður Sigurjóns er: Guðmundur Halldór Bender

Aðstoðarmenn:
Dagur Hrafn Rúnarsson
Hinrik Örn Halldórsson
Egill Snær Birgisson

Þjálfari: Sigurður Kristinn Laufdal Haraldsson

Dómari í Lyon fyrir hönd Íslands: Friðgeir Ingi Eiríksson

Auglýsingapláss

Leiðrétting 23. janúar 2023, kl. 22:30:

Þau leiðu mistök urðu í fréttatilkynningu frá Bocuse d´Or akademíunni er að Ísland fékk ekki verðlaun fyrir besta fiskréttinn og leiðréttist það hér með og hefur fréttin verið uppfærð samkvæmt því.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið